Mótherjar dagsins frá Ungverjalandi: Forna stórveldið komið aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 07:00 Adam Szalai skorar fyrra mark Ungverja gegn Austurríki. vísir/getty Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira