Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 17:45 Eiður Smári var nálægt því að skora sigurmarkið í blálokin. vísir/EPA Íslenska landsliðið í fótbolta gerði grátlegt 1-1 jafntefli við Ungverjaland í öðrum leik liðsins á EM 2016 í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ungverjar jöfnuðu metin á 88. mínútu þegar Ísland skoraði sjálfsmark. Þrátt fyrir að vera marki yfir í hálfleik voru fyrri 45 mínúturnar hjá íslenska liðinu ekkert til að hrópa húrra fyrir. Óbreytt byrjunarlið Íslands lá til baka og náði illa að tengja meira en tvær til þrjár sendingar saman. Strákarnir fengu tvö ágætis færi eftir tíu mínútna leik þökk sé styrk liðsins í föstum leikatriðum en í opnum leik voru það Ungverjarnir sem réðu förinni en þeir voru 67 prósent með boltann í fyrri hálfleik, þar af 75 prósent fyrstu 35 mínúturnar. Margir bjuggust við öðruvísi leikáætlun frá Lars og Heimi en að sitja til baka og leyfa Ungverjum að vera með boltann, ekki síst vegna þess hvernig Heimir talaði á blaðamannafundi fyrir leikinn. Uppleggið var aftur á móti afskaplega svipað og gegn Portúgal. Fyrsti hálftíminn í fyrri hálfleik var einfaldlega afskaplega ósannfærandi hjá strákunum okkar fram á við þó varnarleikurinn væri nokkuð traustur. Íslenska liðið náði aldrei að vinna boltann nógu framarlega til að skapa alvöru hættu. Eins og gegn Portúgal var Kolbeinn Sigþórsson að vinna allt í loftinu en, eins og gegn Portúgal, vann íslenska liðið aldrei seinni boltann. Margsinnis var of langt á milli hans og Jóns Daða sem er synd því þegar Jón Daði vann boltann sýndi hann góða boltameðferð og bjó til sóknir fyrir íslenska liðið. Þó svo Ungverjar væru meira með boltann sköpuðu þeir sér ekki neitt af viti. Það voru tækifæri á að gera hluti í fyrri hálfleiknum en þegar kom að lykilsendingu eða að koma sér í færi vantaði meiri gæði. Það hjálpaði heldur ekki Ungverjunum að miðverðirnir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason spiluðu mjög vel í fyrri hálfleiknum. Það var ekkert rugl í gangi þar, þeir bara pökkuðu sóknarmönnum Ungverjalands saman og hreinsuðu boltann upp í stúku ef þess þurfti. Eftir hálftíma fór leikur íslenska liðsins aðeins að skána og fékk liðið dauðafæri upp úr engu þegar Jóhann Berg Guðmundsson steig út vinstri bakvörð Ungverjalands og var allt í einu kominn einn á móti Gábor Király í joggingbuxunum í markinu en sá aldri varði vel. Skömmu síðar komst Kolbeinn Sigþórsson í færi en lét varnarmann hreins í horn. Það var svo á 39. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu. Hinn háaldraði markvörður Ungverja missti hornspyrnu fyrir fætur íslenska liðsins í teignum og eftir smá darraðadans var Aron Einar felldur í teignum. Vítaspyrna allan daginn og tvisvar á sunnudögum. Gylfi Þór Sigurðsson er ekkert í þeim bransa að brenna af vítaspyrnum og skoraði örugglega framhjá Király á 40. mínútu. Sendi þann gamla í rangt horn. Fimm af síðustu sjö mörkum Gylfa fyrir Ísland hafa komið af vítapunktinum. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik, í fyrsta sinn sem liðið nær forystu á stórmóti. Sanngjarnt eða ekki. Líklega ekki en eins og oft hefur komið fram þurfa strákarnir okkar ekki mörg færi til að skora. Fyrst Lars og Heimir lögðu ekki upp með að halda boltanum og sækja í stöðunni 0-0 var það svo sannarlega ekki upp á teningnum í byrjun þess síðari þar sem íslenska liðið hélt áfram að verjast og reyna að beita skyndisóknum. Það var áfram lítið um þær þar sem Kolbeinn var svo einangraður þegar hann vann löngu boltana fram völlinn. Eins og gegn Portúgal missti íslenska liðið boltann svo fljótt eftir að það vann hann sem setti strákana alltaf í varnarstöðu og hélt mikilli pressu á varnarlínunni. Þrátt fyrir að verjast bara fékk Ísland frábært færi þegar Kolbeinn Sigþórsson skallaði boltann framhjá úr teignum eftir sendingu frá Gylfa á 60. mínútu. Þarna voru farin þrjú mjög góð færi fyrir utan vítið en það er sjaldgjæft að Ísland farið svona illa með færin. Íslenska liðið þurfti að gera breytingu eftir 66 mínútur þegar fyrirliðinn Aron Einar fór af velli, líklega tæpur vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Aron barðist eins og ljón, henti sér fyrir eitt skot þegar Ungverjar komust í gott færi og fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi skoraði úr. Birkir Bjarnason var þá færður inn á miðjuna og Emil Hallfreðsson kom inn á kantinn. Mikið hefur verið spáð í hvað Lars og Heimir myndu gera ef Aron gæti ekki verið með og þarna kom svarið. Birkir heillaði inn á miðjunni í vináttuleik gegn Slóvakíu á síðasta ári og virðist lausnin við þessu. Síðustu fimmtán mínúturnar voru eign Ungverja er íslenska liðið færðist aftar og aftar. Það var litlu að fagna nema hvað helst þegar stúkan trylltist þegar Eiður Smári kom inn á í fyrsta sinn á stórmóti. Hann fór nokkrum sinnum vel með boltann en innkoma hans skilaði væntanlega ekki ætlunarverkinum sem var að róa leikinn og halda boltanum innan íslenska liðsins. Pressa Ungverja þyngdist og þar sem þeir virtust algjörlega ófærir um að skora mark sáu okkar strákar um það fyrir þá en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að bjarga upp við marklínu eftir fallega sókn Ungverja, 1-1. Ótrúlega svekkjandi mark að fá á sig á 88. mínútu en vissu leyti burðu strákarnir hættunni heim. Í staðinn fyrir að halda út, vinna leikinn og eru Ungverjar sama og komnir í 16 liða úrslitin en okkar strákar þurfa úrslit og líklega sigur gegn Austurríki í lokaumferðinni. Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason báru af í íslenska liðinu en Kári Árnason var einnig öflugur við hliðina á Ragnari í varnarleiknum. Kolbeinn og Jón Daði voru virkilega duglegir frammi og skapaði Ísland sér nóg af færum til að skora meira. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar í Saint-Denis eftir fjóra daga og þar verða þeir með bakið upp við vegg. Miði er þó enn möguleiki. Það má ekki gleymast.Gylfi Þór Sigurðsson kemur Íslandi í 1-0 GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Ungverjar jafna: Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta gerði grátlegt 1-1 jafntefli við Ungverjaland í öðrum leik liðsins á EM 2016 í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ungverjar jöfnuðu metin á 88. mínútu þegar Ísland skoraði sjálfsmark. Þrátt fyrir að vera marki yfir í hálfleik voru fyrri 45 mínúturnar hjá íslenska liðinu ekkert til að hrópa húrra fyrir. Óbreytt byrjunarlið Íslands lá til baka og náði illa að tengja meira en tvær til þrjár sendingar saman. Strákarnir fengu tvö ágætis færi eftir tíu mínútna leik þökk sé styrk liðsins í föstum leikatriðum en í opnum leik voru það Ungverjarnir sem réðu förinni en þeir voru 67 prósent með boltann í fyrri hálfleik, þar af 75 prósent fyrstu 35 mínúturnar. Margir bjuggust við öðruvísi leikáætlun frá Lars og Heimi en að sitja til baka og leyfa Ungverjum að vera með boltann, ekki síst vegna þess hvernig Heimir talaði á blaðamannafundi fyrir leikinn. Uppleggið var aftur á móti afskaplega svipað og gegn Portúgal. Fyrsti hálftíminn í fyrri hálfleik var einfaldlega afskaplega ósannfærandi hjá strákunum okkar fram á við þó varnarleikurinn væri nokkuð traustur. Íslenska liðið náði aldrei að vinna boltann nógu framarlega til að skapa alvöru hættu. Eins og gegn Portúgal var Kolbeinn Sigþórsson að vinna allt í loftinu en, eins og gegn Portúgal, vann íslenska liðið aldrei seinni boltann. Margsinnis var of langt á milli hans og Jóns Daða sem er synd því þegar Jón Daði vann boltann sýndi hann góða boltameðferð og bjó til sóknir fyrir íslenska liðið. Þó svo Ungverjar væru meira með boltann sköpuðu þeir sér ekki neitt af viti. Það voru tækifæri á að gera hluti í fyrri hálfleiknum en þegar kom að lykilsendingu eða að koma sér í færi vantaði meiri gæði. Það hjálpaði heldur ekki Ungverjunum að miðverðirnir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason spiluðu mjög vel í fyrri hálfleiknum. Það var ekkert rugl í gangi þar, þeir bara pökkuðu sóknarmönnum Ungverjalands saman og hreinsuðu boltann upp í stúku ef þess þurfti. Eftir hálftíma fór leikur íslenska liðsins aðeins að skána og fékk liðið dauðafæri upp úr engu þegar Jóhann Berg Guðmundsson steig út vinstri bakvörð Ungverjalands og var allt í einu kominn einn á móti Gábor Király í joggingbuxunum í markinu en sá aldri varði vel. Skömmu síðar komst Kolbeinn Sigþórsson í færi en lét varnarmann hreins í horn. Það var svo á 39. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu. Hinn háaldraði markvörður Ungverja missti hornspyrnu fyrir fætur íslenska liðsins í teignum og eftir smá darraðadans var Aron Einar felldur í teignum. Vítaspyrna allan daginn og tvisvar á sunnudögum. Gylfi Þór Sigurðsson er ekkert í þeim bransa að brenna af vítaspyrnum og skoraði örugglega framhjá Király á 40. mínútu. Sendi þann gamla í rangt horn. Fimm af síðustu sjö mörkum Gylfa fyrir Ísland hafa komið af vítapunktinum. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik, í fyrsta sinn sem liðið nær forystu á stórmóti. Sanngjarnt eða ekki. Líklega ekki en eins og oft hefur komið fram þurfa strákarnir okkar ekki mörg færi til að skora. Fyrst Lars og Heimir lögðu ekki upp með að halda boltanum og sækja í stöðunni 0-0 var það svo sannarlega ekki upp á teningnum í byrjun þess síðari þar sem íslenska liðið hélt áfram að verjast og reyna að beita skyndisóknum. Það var áfram lítið um þær þar sem Kolbeinn var svo einangraður þegar hann vann löngu boltana fram völlinn. Eins og gegn Portúgal missti íslenska liðið boltann svo fljótt eftir að það vann hann sem setti strákana alltaf í varnarstöðu og hélt mikilli pressu á varnarlínunni. Þrátt fyrir að verjast bara fékk Ísland frábært færi þegar Kolbeinn Sigþórsson skallaði boltann framhjá úr teignum eftir sendingu frá Gylfa á 60. mínútu. Þarna voru farin þrjú mjög góð færi fyrir utan vítið en það er sjaldgjæft að Ísland farið svona illa með færin. Íslenska liðið þurfti að gera breytingu eftir 66 mínútur þegar fyrirliðinn Aron Einar fór af velli, líklega tæpur vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Aron barðist eins og ljón, henti sér fyrir eitt skot þegar Ungverjar komust í gott færi og fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi skoraði úr. Birkir Bjarnason var þá færður inn á miðjuna og Emil Hallfreðsson kom inn á kantinn. Mikið hefur verið spáð í hvað Lars og Heimir myndu gera ef Aron gæti ekki verið með og þarna kom svarið. Birkir heillaði inn á miðjunni í vináttuleik gegn Slóvakíu á síðasta ári og virðist lausnin við þessu. Síðustu fimmtán mínúturnar voru eign Ungverja er íslenska liðið færðist aftar og aftar. Það var litlu að fagna nema hvað helst þegar stúkan trylltist þegar Eiður Smári kom inn á í fyrsta sinn á stórmóti. Hann fór nokkrum sinnum vel með boltann en innkoma hans skilaði væntanlega ekki ætlunarverkinum sem var að róa leikinn og halda boltanum innan íslenska liðsins. Pressa Ungverja þyngdist og þar sem þeir virtust algjörlega ófærir um að skora mark sáu okkar strákar um það fyrir þá en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að bjarga upp við marklínu eftir fallega sókn Ungverja, 1-1. Ótrúlega svekkjandi mark að fá á sig á 88. mínútu en vissu leyti burðu strákarnir hættunni heim. Í staðinn fyrir að halda út, vinna leikinn og eru Ungverjar sama og komnir í 16 liða úrslitin en okkar strákar þurfa úrslit og líklega sigur gegn Austurríki í lokaumferðinni. Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason báru af í íslenska liðinu en Kári Árnason var einnig öflugur við hliðina á Ragnari í varnarleiknum. Kolbeinn og Jón Daði voru virkilega duglegir frammi og skapaði Ísland sér nóg af færum til að skora meira. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar í Saint-Denis eftir fjóra daga og þar verða þeir með bakið upp við vegg. Miði er þó enn möguleiki. Það má ekki gleymast.Gylfi Þór Sigurðsson kemur Íslandi í 1-0 GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Ungverjar jafna: Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira