Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 19:30 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/afp Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira