Erlent

Náttúruhamfarir í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Stjórnvöld í Frakklandi hafa lýst ástandinu vegna flóða í nokkrum héröðum landsins sem náttúruhamförum. Minnst tíu hafa látist vegna gífurlegra rigninga sem valdið hafa flóðum í Frakklandi og Þýskalandi.

Flytja þurfti þrjú þúsund manns á brott úr bænum Nemours. Flóðin hafa valdið miklum skaða. Yfirlýsing stjórnvalda opnar opinbera neyðarsjóði fyrir þeim samfélögum sem verst hafa orðið úti. Þjóðverjar gerðu það sama í gærkvöldi.

Samkvæmt frétt BBC samsvarar rigning síðustu þriggja daga meðalrigningu á sex vikum. Af þeim sem hafa látið lífið voru níu Þjóðverjar og er einhverra enn saknað.

Áin Seine, sem liggur í gegnum París, hefur flætt yfir bakka sína á nokkrum stöðum. Louvre safninu hefur verið lokað og verið er að flytja listmuni sem geymdir eru neðanjarðar. Talið er mögulegt að áin gæti risið um sex metra á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×