Erlent

Tóku ISIS-menn í Þýskalandi

Þórdís Valsdóttir skrifar
ISIS-liðar.
ISIS-liðar. Nordicphotos/afp
Þýska lögreglan handtók í gær þrjá sýrlenska menn vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk í Þýskalandi. Mennirnir eru taldir vera liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins (ISIS).

Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið í haldi lögreglu í Frakklandi frá því í febrúar.

Talið er að átt hafi að ráðast á fólk á götum Düsseldorf með byssum og sprengiefnum. Árásirnar áttu að líkjast árásunum í París og Brussel.

Sagt er að mennirnir hafi ekki hafið eiginlegan undirbúning eða framkvæmd árásanna og að handtökurnar tengist ekki Evrópumeistaramótinu í fótbolta á neinn hátt.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×