Fótbolti

Aðrir mótherjar Íslands á EM töpuðu fyrir heimsmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ungverjar, sem verða mótherjar Íslands á EM í Frakklandi eftir tvær vikur, töpuðu 2-0 fyrir heimsmeisturum Þjóðverja í vináttulandsleik í Gelsenkirchen í dag.

Ungverjar eru án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum en þeir tryggðu sér sæti á EM með því að vinna Norðmenn í tveimur umspilsleikjum síðasta haust.

Varnarmaðurinn Adam Lang kom Þýskalandi yfir þegar hann setti boltann í eigið mark á 39. mínútu. Thomas Müller kom heimsmeisturunum svo í 2-0 á 63. mínútu og þar við sat.

Þetta var síðasti vináttulandsleikur Ungverja fyrir EM en þeir mæta Austurríki í fyrsta leik sínum í Frakklandi 14. júní, sama dag og Ísland mætir Portúgal. Íslendingar og Ungverjar mætast svo á Stade Vélodrome í Marseille fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×