Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2016 22:05 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. vísir/hanna Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16