Clinton búin að tryggja sér útnefningu Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 07:53 Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent