Björn Berg sérlegur sérfræðingur BBC um fjármál EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 20:00 Verður í beinni frá París kvöldið sem opnunarleikur EM í Frakklandi fer fram. Vísir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, verður sérlegur sérfræðingur fréttaskýringaþáttarins Outside Source sem sýndur er á BBC. Björn Berg verður gestur þáttarins á föstudaginn, daginn sem opnunarleikur Evrópumótsins fer fram. Þátturinn mun fjalla ítarlega um opnunarleikinn sem fram fer á milli gestgjafa Frakka og Rúmeníu. Mun Björn Berg varpa ljósi á fjármál mótsins. Efni sem hann ætti að þekkja út og inn en á morgun stendur VÍB fyrir fræðslufundi um fjármálahlið mótsins og hefur Björn Berg því að undanförnu verið að kafa djúpt ofan í allt sem tengist þeirri hlið. „Þegar þeir hringdu í mig og báðu mig að koma í þáttinn gat ég talað við þau lengi í símann um það sem hægt var að ræða,“ segir Björn Berg sem mun fyrst og fremst ræða framkvæmdina á mótinu. „Það að halda svona stórmót er risastórt fyrirtæki. Ég ætla að skoða það og reyna að svara spurningunni hvort að það borgi sig að halda svona stórmót,“ en ljóst er að kostnaður við að halda svona mót er gríðarlegur. Ellefu Hörpur í endurbyggingu leikvallaGestgjafarnir þurfa að bjóða upp á leikvelli í ákveðnum gæðaflokki og tryggja þarf að innviði samfélagsins, á borð við samgöngukerfi séu í lagi. Björn bendir á Frakkarnir standi reyndar vel þegar kemur að þessu en hafi þó þurft að fjárfesta fyrir gríðarlegar upphæðir vegna mótsins. „Frakkarnir standa mjög vel hvað varðar innviði. þeir eru með gott vegakerfi, gott lestakerfi en þeir eru samt að leggja í miklar framkvæmdir. Vegna mótsins eru þeir að breyta og byggja velli fyrir það sem jafnast á við kostnaðinn við að reisa ellefu Hörpur. Það er ótrúlegur peningur. En það var svo sem kominn tími á það í Frakklandi því að þar var ekki mikið af stórum og góðum völlum.“ Áætlað er að kostnaður við byggingu Hörpu hafi verið um 17.5 milljarðar íslenskrar króna svo að nú er um að gera að rífa upp reiknivélina. Stadé Velodrome í Marseille er einn af þeim völlum sem tekinn hefur verið í gegn fyrir EM.Vísir/EPAFylgni milli gengi landsliða á stórmótum og hlutabréfaverðs Björn Berg heldur út á föstudaginn og mun hann verða í beinni útsendingu fyrir utan Effeil-turninn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. „Þetta er skemmtilegt tækifæri. Það er gaman að það efni sem við erum að vinna hér á Íslandi sé það hátt metið að BBC hafi áhuga á því að greina frá því og vera með það. Þetta er ákveðinn gæðastimpill á það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurður að því hvað sé það áhugaverðasta sem Björn Berg hefur komist að varðandi fjármálahlið mótsins segir hann að það sé það að ákveðin fylgni sé á milli verði á hlutabréfamarkaði og gengi landsliða. „Ef við horfum bæði á síðustu fjögur heimsmeistaramót og síðustu fjögur Evrópumót þá lækkar hlutabréfamarkaður í því landi sem dettur úr keppni um að meðaltali hálft prósent umfram restina af heiminum. Það er að segja að hlutabréfamarkaður í landinu gerir hálfu prósenti verr heldur en heimurinn daginn eftir að lið dettur úr keppni. Það er því alveg augljóst að það að detta út úr keppni hefur neikvæð áhrif á þá sem er að fjárfesta.“ Þátturinn sem Björn Berg mun verða gestur í er sýndir á BBC News og BBC World. Hægt verður að sjá Björn Berg í beinni klukkan 17.00 að íslenskum tíma á föstudaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, verður sérlegur sérfræðingur fréttaskýringaþáttarins Outside Source sem sýndur er á BBC. Björn Berg verður gestur þáttarins á föstudaginn, daginn sem opnunarleikur Evrópumótsins fer fram. Þátturinn mun fjalla ítarlega um opnunarleikinn sem fram fer á milli gestgjafa Frakka og Rúmeníu. Mun Björn Berg varpa ljósi á fjármál mótsins. Efni sem hann ætti að þekkja út og inn en á morgun stendur VÍB fyrir fræðslufundi um fjármálahlið mótsins og hefur Björn Berg því að undanförnu verið að kafa djúpt ofan í allt sem tengist þeirri hlið. „Þegar þeir hringdu í mig og báðu mig að koma í þáttinn gat ég talað við þau lengi í símann um það sem hægt var að ræða,“ segir Björn Berg sem mun fyrst og fremst ræða framkvæmdina á mótinu. „Það að halda svona stórmót er risastórt fyrirtæki. Ég ætla að skoða það og reyna að svara spurningunni hvort að það borgi sig að halda svona stórmót,“ en ljóst er að kostnaður við að halda svona mót er gríðarlegur. Ellefu Hörpur í endurbyggingu leikvallaGestgjafarnir þurfa að bjóða upp á leikvelli í ákveðnum gæðaflokki og tryggja þarf að innviði samfélagsins, á borð við samgöngukerfi séu í lagi. Björn bendir á Frakkarnir standi reyndar vel þegar kemur að þessu en hafi þó þurft að fjárfesta fyrir gríðarlegar upphæðir vegna mótsins. „Frakkarnir standa mjög vel hvað varðar innviði. þeir eru með gott vegakerfi, gott lestakerfi en þeir eru samt að leggja í miklar framkvæmdir. Vegna mótsins eru þeir að breyta og byggja velli fyrir það sem jafnast á við kostnaðinn við að reisa ellefu Hörpur. Það er ótrúlegur peningur. En það var svo sem kominn tími á það í Frakklandi því að þar var ekki mikið af stórum og góðum völlum.“ Áætlað er að kostnaður við byggingu Hörpu hafi verið um 17.5 milljarðar íslenskrar króna svo að nú er um að gera að rífa upp reiknivélina. Stadé Velodrome í Marseille er einn af þeim völlum sem tekinn hefur verið í gegn fyrir EM.Vísir/EPAFylgni milli gengi landsliða á stórmótum og hlutabréfaverðs Björn Berg heldur út á föstudaginn og mun hann verða í beinni útsendingu fyrir utan Effeil-turninn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. „Þetta er skemmtilegt tækifæri. Það er gaman að það efni sem við erum að vinna hér á Íslandi sé það hátt metið að BBC hafi áhuga á því að greina frá því og vera með það. Þetta er ákveðinn gæðastimpill á það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurður að því hvað sé það áhugaverðasta sem Björn Berg hefur komist að varðandi fjármálahlið mótsins segir hann að það sé það að ákveðin fylgni sé á milli verði á hlutabréfamarkaði og gengi landsliða. „Ef við horfum bæði á síðustu fjögur heimsmeistaramót og síðustu fjögur Evrópumót þá lækkar hlutabréfamarkaður í því landi sem dettur úr keppni um að meðaltali hálft prósent umfram restina af heiminum. Það er að segja að hlutabréfamarkaður í landinu gerir hálfu prósenti verr heldur en heimurinn daginn eftir að lið dettur úr keppni. Það er því alveg augljóst að það að detta út úr keppni hefur neikvæð áhrif á þá sem er að fjárfesta.“ Þátturinn sem Björn Berg mun verða gestur í er sýndir á BBC News og BBC World. Hægt verður að sjá Björn Berg í beinni klukkan 17.00 að íslenskum tíma á föstudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira