Fótbolti

Fábregas hugsaði „hvað ef ég klúðra?“ á vítapunktinum 2008

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cesc Fábregas spilar með Chelsea í dag.
Cesc Fábregas spilar með Chelsea í dag. vísir/getty
Í stuttu myndbroti úr stærra viðtali Thierry Henry við fyrrverandi samherja sinn Cesc Fábregas segir Spánverjinn frá því hvernig honum leið á vítapunktinum í undanúrslitum EM 2008.

Fábregas tók fimmtu spyrnu Spánverja í undanúrslitum EM 2012 gegn Portúgal og tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum þar sem það pakkaði svo Ítalíu saman, 4-0.

Ef Fábregas hefði ekki skorað hefði Cristiano Ronaldo mætt á vítapunktinn og væntanlega komið vítaspyrnukeppninni í bráðabana.

Fjórum árum áður tók Fábregas fimmtu spyrnu Spánverja í undanúrslitum gegn Ítalíu og skaut liðinu í undanúrslitin þar sem það vann Rússland, 3-0. Þá var hann aðeins 21 árs gamall.

„Ég man að á þessaru stundu hugsaði ég hvað gerist ef ég klúðra? Ég veit samt að ég á ekki að hugsa svona,“ segir Fábregas við Henry sem verður í sjónvarpsteymi BBC á Evrópumótinu þrátt fyrir að vera samningsbundinn Sky Sports.

„Ég var bara 21 árs gamall. Þetta var erfitt því öll þjóðin vonaðist eftir að ég myndi skora. Hvað hefði gerst ef ég hefði brugðist?“ segir Cesc Fábregas en hann spilaði með Thierry Henry hjá Arsenal áður en Frakkinn fór til Barcelona. Þangað fór Fábregas svo sjálfur nokkrum árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×