Vil spila allar mínútur á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 06:00 Eiður á tali við Lagerbäck landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira