Aron Einar mun spila verkjaður á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2016 12:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun spila verkjaður á EM í Frakklandi í sumar. Aron Einar, sem leikur með Cardiff á Englandi, hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar. „Ég er með beinflís á slæmum stað. Það verður smá sársauki en það mun ekki stoppa mig. Ég mun spila með sársauka en það er spurning hversu miklum,“ sagði fyrirliðinn við Vísi í dag. „Það er líka spurning hvort að flísin færist ekki bara á góðan stað fyrir okkur,“ bætti hann við í léttum dúr. Hann segist þó aldrei hafa óttast að hann myndi missa af EM í sumar. „Það var aldrei nein stórhætta. Núna byrja ég bara að æfa og fer rólega af stað. Ég verð hjá sjúkraþjálfara til að koma mér inn í hlutina og stefnan er að vera kominn á fullt í lok vikunnar.“ Alls níu leikmenn úr 23 manna leikmannahópi Íslands æfðu á Laugardalsvelli í dag og Aron Einar segir það góða tilfinningu að vera kominn loksins af stað. „Biðin hefur verið löng. Sérstaklega fyrir okkur sem kláruðu sín tímabil snemma. Ég veit að menn eru fullir tilhlökkunnar og geta hreinlega ekki beðið, rétt eins og þjóðin öll.“ Hann segir að leikmenn séu duglegir að tala saman. „Við gerum það nánast daglega. Við tölum um ýmislegt en fótboltinn er í aðalhlutverki,“ segir Aron Einar sem segir mikilvægt að undirbúningurinn fari vel af stað. „Ég hef ekki áhyggjur af stemningunni í hópnum. Hún verður alltaf góð. Meiðslin ráðum við ekki við og það mun alltaf fylgja en vonandi ekki of mikið.“ „En það er mikilvægt að undirbúningurinn byrji vel. Ef að það tekst hjá okkur þá hef ég ekki áhyggjur af sumrinu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun spila verkjaður á EM í Frakklandi í sumar. Aron Einar, sem leikur með Cardiff á Englandi, hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar. „Ég er með beinflís á slæmum stað. Það verður smá sársauki en það mun ekki stoppa mig. Ég mun spila með sársauka en það er spurning hversu miklum,“ sagði fyrirliðinn við Vísi í dag. „Það er líka spurning hvort að flísin færist ekki bara á góðan stað fyrir okkur,“ bætti hann við í léttum dúr. Hann segist þó aldrei hafa óttast að hann myndi missa af EM í sumar. „Það var aldrei nein stórhætta. Núna byrja ég bara að æfa og fer rólega af stað. Ég verð hjá sjúkraþjálfara til að koma mér inn í hlutina og stefnan er að vera kominn á fullt í lok vikunnar.“ Alls níu leikmenn úr 23 manna leikmannahópi Íslands æfðu á Laugardalsvelli í dag og Aron Einar segir það góða tilfinningu að vera kominn loksins af stað. „Biðin hefur verið löng. Sérstaklega fyrir okkur sem kláruðu sín tímabil snemma. Ég veit að menn eru fullir tilhlökkunnar og geta hreinlega ekki beðið, rétt eins og þjóðin öll.“ Hann segir að leikmenn séu duglegir að tala saman. „Við gerum það nánast daglega. Við tölum um ýmislegt en fótboltinn er í aðalhlutverki,“ segir Aron Einar sem segir mikilvægt að undirbúningurinn fari vel af stað. „Ég hef ekki áhyggjur af stemningunni í hópnum. Hún verður alltaf góð. Meiðslin ráðum við ekki við og það mun alltaf fylgja en vonandi ekki of mikið.“ „En það er mikilvægt að undirbúningurinn byrji vel. Ef að það tekst hjá okkur þá hef ég ekki áhyggjur af sumrinu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira