Einkavæðing án umræðu Stjórnarmaðurinn skrifar 25. maí 2016 09:30 Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu? Stjórnarmaðurinn Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira