United-mennirnir sáu um mörkin hjá Englendingum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 20:38 Marcus Rashford fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. Gamli og nýi tíminn hjá Manchester United og enska landsliðinu sáum um mörkin í leiknum í kvöld. Hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Báðir settu þeir met með þessum mörkum. Marcus Rashford var yngsti leikmaður enska landsliðsins sem skorar í sínum fyrsta landsleik og Wayne Rooney bætti við markamet sitt hjá landsliðinu og hefur nú skorað 52 mörk fyrir England. Marcus Rashford skoraði með sínu fyrsta skoti í sínum fyrsta leik með Manchester United, bæði í Evrópukeppni og ensku úrvalsdeildinni og hann lék það eftir í kvöld. Markið skoraði Rashford á 3. mínútu leiksins eftir að fyrirgjöf Raheem Sterling fór í varnarmann og datt fyrir hann í teignum. Wayne Rooney kom inná sem varamaður fyrir Adam Lallana í hálfleik og hann kom enska liðinu í 2-0 á 55. mínútu með laglegu langskoti eftir hraða sókn og sendingu frá Raheem Sterling. Eric Dier, leikmaður Tottenham, var ekki jafnheppinn og United-mennirnir þegar hann varð fyrir því að skalla boltann í gegnum klofið á markverðinum Fraser Forster og í eigið mark. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í dag og nokkrum tímum seinna skora tveir verðandi leikmenn hans fyrir enska landsliðið. Hvort að það sé fyrirboði á tíma Mourinho á Old Trafford á hinsvegar eftir að koma í ljós.vísir/getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. Gamli og nýi tíminn hjá Manchester United og enska landsliðinu sáum um mörkin í leiknum í kvöld. Hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Báðir settu þeir met með þessum mörkum. Marcus Rashford var yngsti leikmaður enska landsliðsins sem skorar í sínum fyrsta landsleik og Wayne Rooney bætti við markamet sitt hjá landsliðinu og hefur nú skorað 52 mörk fyrir England. Marcus Rashford skoraði með sínu fyrsta skoti í sínum fyrsta leik með Manchester United, bæði í Evrópukeppni og ensku úrvalsdeildinni og hann lék það eftir í kvöld. Markið skoraði Rashford á 3. mínútu leiksins eftir að fyrirgjöf Raheem Sterling fór í varnarmann og datt fyrir hann í teignum. Wayne Rooney kom inná sem varamaður fyrir Adam Lallana í hálfleik og hann kom enska liðinu í 2-0 á 55. mínútu með laglegu langskoti eftir hraða sókn og sendingu frá Raheem Sterling. Eric Dier, leikmaður Tottenham, var ekki jafnheppinn og United-mennirnir þegar hann varð fyrir því að skalla boltann í gegnum klofið á markverðinum Fraser Forster og í eigið mark. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í dag og nokkrum tímum seinna skora tveir verðandi leikmenn hans fyrir enska landsliðið. Hvort að það sé fyrirboði á tíma Mourinho á Old Trafford á hinsvegar eftir að koma í ljós.vísir/getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira