Á leið til Brighton að tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavík Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. maí 2016 15:28 Björn er hæst ánægður með tónlistarlífið í Reykjavík. Vísir Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo. Airwaves Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo.
Airwaves Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira