Formúla 1

Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír hröðustu menn dagsins. Rosberg, Hamilton og Ricciardo.
Þrír hröðustu menn dagsins. Rosberg, Hamilton og Ricciardo. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

„Ég er mjög ánægður með að ná hringnum. Nico [Rosberg] var búinn að leiða æfingarnar svo það er ánægjulegt að ná ráspól,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna.

„Auðvitað er ég vonsvikinn með annað sæti. En það er keppnin á morgun sem telur og það eru nokkur tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu,“ sagði Nico Rosberg eftir tíamtökuna.

„Við erum ánægðir með að vera á undan báðum Ferrari bílunum. Ég vona að ég fái að mæta aftur á blaðamannafund aftur á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir þriðji á Red Bull.

„Aðal markmið dagsins var að fá betri tilfinningu fyrir bílnum með hverjum hring. Ég er á góðri leið með það. Ég ætla að einbeita mér að ræsingunni á morgun,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði á frumraun sinni hjá Red Bull.

„Við skyldum ekkert eftir á brautinni í dag. Ég þurfti ekki á auknum innblæstri að halda og ég þarf ekki að sanna hversu hraður ég er. Red Bull veit það,“ sagði Carlos Sainz á Toro Rosso sem ræsir áttundi á morgun.

Ferrari átti ekki góðan dag í dag.Vísir/Getty
„Við eigum skilið að vera í þriðju lotu. Ég hef verið að horfa á þriðju lotuna í sjónvarpinu aðeins of lengi. Við verðum að ná fullkominni ræsingu og keppnisáætlun á morgun,“ sagði Fernando Alonso á Mclaren sem ræsir tíundi.

„Við erum því miður ekki nógu snöggir hér á morgun. Við bjuggumst við því að Red Bull yrðu sterkir hér. Kannski ekki alveg svona sterkir en við verðum að reyna að bjarga fleiri stigum á morgun. Við vildum reyna að ná í topp fimm hér í dag. Það tókst því miður ekki,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsir sjöundi á morgun.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól á Spáni

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji.

Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×