Erlent

Einn árásarmannanna skildi eftir sig yfirlýsingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Mohamed Abrini, einn árásarmannanna í Brussel, skildi eftir sig yfirlýsingu. Hann skrifaði yfirlýsinguna áður en hann sprengjuárásirnar voru gerðar á Zaventem flugvellinum og í lestarkerfi borgarinnar þann 22. mars. Abrini var handsamaður þann 8. apríl, rúmum tveimur vikum eftir að árásirnar voru gerðar.

Yfirlýsingin fannst á tölvu sem lögreglan lagði hald á eftir árásirnar. Samkvæmt fregnum að utan hafði Abrini reynt að eyða skjalinu.

Þar segir Abrini frá því að bróðir hans hafi dáið í sjálfsmorðsárás í Sýrlandi í júlí 2014 og það hafi leitt hann að trúnni. Eftir það gekk Abrini, sem er Belgi og á uppruna sinn að rekja til Marokkó, til liðs við Íslamska ríkið.

Abrini lofar árásarmennina í París í nóvember og segir þá hetjur. Þá biður hann móður sína um að fyrirgefa sér og segist hlakka til að hitta hana og bróðir sinn aftur í paradís. Hann hefur einnig verið tengdur við árásirnar í París.

130 manns létu lífið í árásunum í París og 32 í árásunum í Brussel.

Abrini var myndaður með Salah Abdeslam á bensínstöð í Frakklandi, tveimur dögum fyrir árásirnar þann 13. nóvember. Fingraför hans fundust í bíl sem notaður var til árásanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×