Fótbolti

Fimm silfur Klopps í röð: „Ég held það sé ekki vilji Guðs að ég tapi alltaf úrslitaleikjum“

Jürgen Klopp lætur vita af sér á hliðarlínunni í gær.
Jürgen Klopp lætur vita af sér á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, horfði upp á hrun sinna manna í seinni hálfleik í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi.

Eftir að vera 1-0 yfir í fyrri hálfleik og eiga líklega að fá tvær vítaspyrnur jafnaði spænska liðið Sevilla metin eftir nokkrar sekúndur í seinni hálfleik og vann leikinn, 3-1.

Þetta er fimmti úrslitaleikurinn röð sem Jürgen Klopp tapar. Hann tapaði tveimur síðustu bikarúrslitaleikjum sínum sem þjálfari Dortmund og úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 en á þessu tímabili er hann búinn að koma Liverpool í úrslitaleik deildarbikarsins og tapa gegn Manchester City og tapaði svo aftur í gærkvöldi.

Klopp er staðráðinn í að koma Liverpool aftur í úrslitaleik og þegar það gerist segir hann að þessi fimm töp skipti engu máli.

„Það eru mikilvægari hlutir í þessu lífi en fótbolti. Ég held að það sé ekki vilji Guðs að ég tapi alltaf í úrslitaleikjum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leikinn í Basel í gærkvöldi.

„Ég hef verið mjög heppinn á minni lífsleið. Ég sit hér sem knattspyrnustjóri Liverpool. Ég tel mig ekki vera óheppinn mann eða að lífið hafi ekki leikið við mig.“

„Ég mun halda áfram og komast í annan úrslitaleik þrátt fyrir að þið talið um að ég sé búinn að tapa fimm síðustu. Ég mun reyna að komast aftur í úrslitaleik þrátt fyrir að ég veit að ég get tapað honum. Það eru til stærri hlutir í þessu lífi en á þessaru stundu er ekkert stærra. Þetta er mjög erfitt,“ sagði Jürgen Klopp.


Tengdar fréttir

Klopp: Ég er ábyrgur líka

Leikmenn og þjálfarar Liverpool voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir 3-1 tap gegn Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×