Fótbolti

Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Þorsteinsson er þrautreyndur eftirlitsmaður á vegum UEFA.
Geir Þorsteinsson er þrautreyndur eftirlitsmaður á vegum UEFA. vísir/stefán
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eftirlitsmaður á leik Liverpool og Villareal í Evrópudeildinni en liðin mætast öðru sinni á Anfield í kvöld.

Liverpool hefur verk að vinna eftir 1-0 tap á Spáni í síðustu viku en stuðningsmenn liðsins vonast eftir annarri eins frammistöðu og gegn Dortmund í seinni leiknum í átta liða úrslitunum.

Geir þarf að sjá til þess að allt verði í standi á Anfield í kvöld en hann er reglulega eftirlitsmaður á stórum leikjum í Evrópu, bæði hjá félagsliðum og landsliðum.

Geir tók daginn í rölta um stræti Liverpool og birti mynd af styttu af Bítlunum og skrifaði: „Bítlarnir á göngu á leikdegi.“

UEFA-teymið á leiknum er ekki af lakari gerðinni en auk Geirs er dómari leiksins Ungverjinn Viktor Kassai og eftirlitsmaður dómara er Belginn Frank De Bleeckere sem var um langa hríð einn albesti dómari Evrópu.

Viðureign Liverpool og Villareal hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×