Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2016 19:45 Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36