Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2016 07:00 Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00
Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45