Zuckerberg geri allt rétt Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2016 10:45 Mark Zuckerberg, stofnandi og forseti Facebook. Mynd/Facebook Þrátt fyrir ákveðna lægð yfir helstu risum Kísildals fóru tekjur Facebook fram úr björtustu vonum. Facebook kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt seint í gærkvöldi og höfðu tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins hækkað um rúmlega helming á milli ára. Undanfarna daga hafa fyrirtæki eins og Intel, IBM, Twitter og Appe birt uppgjör sem stóðust ekki væntingar. Hlutabréf Facebook hafa hækkað í verði um tæp tíu prósent eftir tilkynninguna. Verð hlutabréfa Facebook eru nú nærri því þrefalt hærri en það var þegar Facebook kom fyrst á markaði fyrir fjórum árum. Hægt er að skoða glærusýningu fyrir fjárfesta Facebook neðst í fréttinni og hlusta á útsendingu þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri tala til fjárfesta (athugið að upptakan fer sjálfkrafa af stað). Þar má meðal annars sjá að virkum notendum hefur fjölgað jafnt og þétt úr 1,27 milljörðum frá fyrsta ársfjórðungi 2014 í 1,65 milljarða á síðasta ársfjórðungi. Algengar dómsdagsspár um að ungt fólk sé að flýja Facebook í massavís þar sem mömmur, pabbar, ömmur og afar geta fylgst með þeim, virðast því ekki á rökum reistar.Notendatölur samfélagsmiðla Facebook og helstu verkefni fyrsta ársfjórðungs 2016.FacebookZuckerberg segir að þessi árangur verði nýttur til að fjárfesta frekar í framtíðarmöguleikum fyrirtækisins eins og aukinni netvæðingu jarðarinnar, gervigreind og sýndarveruleika. Formaður stjórnar Facebook segir mjög mikilvægt að Zuckerberg verði áfram við stjórnvölinn. Velgengni fyrirtækisins megi beinlínis rekja til hæfileika hans sem leiðtoga, stjórnunar og skapandi sýnar. Því stendur til að skapa nýja tegund hlutabréfa í fyrirtækinu. Eigendur þeirra hlutabréfa munu ekki hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og mun það gera Zuckerberg kleift að gefa stærstan hluta sinn í fyrirtækinu til góðgerðarmála, eins og hann hefur sagst ætla að gera, og í senn halda áfram að stjórna Facebook. 1,65 milljarður manna notaði Facebook mánaðarlega á ársfjórðunginum sem er töluverð aukning frá 1,44 milljarði ári áður. Samkvæmt Zuckerberg verja notendur rúmum 50 mínútum á dag á Facebook, Instagram og Messenger.Yfirlit yfir auglýsingatekjur Facebook síðustu misseri þar sem hægt er að sjá hvernig þær skiptast milli heimsálfa.FacebookTekjuaukningu Facebook má að mestu rekja til aukinnar auglýsingasölu fyrirtækisins sem jukust um 56.8 prósent á milli ára. Auglýsingatekjur fyrirtækisins voru 5,2 milljarðar dala, en heildartekjurnar voru 5,38 milljarðar. Um 82 prósent auglýsingatekna Facebook koma vegna sölu auglýsinga í snjalltækjum. Það hlutfall var 73 prósent á sama tímabili í fyrra.Greinendur höfðu búist við því að heildartekjur fyrirtækisins yrðu um 5,26 milljarðar. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir fjárfesta ekki óttast það að Zuckerberg sé að auka völd sín innan fyrirtækisins. Hann hafi gert allt rétt frá því að fyrirtækið kom á markaði. Facebook hafi sýnt fram á samfeldan vöxt og reglulega farið fram úr væntingum. Þá er Facebook ekki enn byrjað að selja auglýsingar í tvö af sínum vinsælustu forritum, sem eru Messenger og WhatsApp. Þar eru enn miklir möguleikar fyrir tekjuöflun. Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þrátt fyrir ákveðna lægð yfir helstu risum Kísildals fóru tekjur Facebook fram úr björtustu vonum. Facebook kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt seint í gærkvöldi og höfðu tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins hækkað um rúmlega helming á milli ára. Undanfarna daga hafa fyrirtæki eins og Intel, IBM, Twitter og Appe birt uppgjör sem stóðust ekki væntingar. Hlutabréf Facebook hafa hækkað í verði um tæp tíu prósent eftir tilkynninguna. Verð hlutabréfa Facebook eru nú nærri því þrefalt hærri en það var þegar Facebook kom fyrst á markaði fyrir fjórum árum. Hægt er að skoða glærusýningu fyrir fjárfesta Facebook neðst í fréttinni og hlusta á útsendingu þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri tala til fjárfesta (athugið að upptakan fer sjálfkrafa af stað). Þar má meðal annars sjá að virkum notendum hefur fjölgað jafnt og þétt úr 1,27 milljörðum frá fyrsta ársfjórðungi 2014 í 1,65 milljarða á síðasta ársfjórðungi. Algengar dómsdagsspár um að ungt fólk sé að flýja Facebook í massavís þar sem mömmur, pabbar, ömmur og afar geta fylgst með þeim, virðast því ekki á rökum reistar.Notendatölur samfélagsmiðla Facebook og helstu verkefni fyrsta ársfjórðungs 2016.FacebookZuckerberg segir að þessi árangur verði nýttur til að fjárfesta frekar í framtíðarmöguleikum fyrirtækisins eins og aukinni netvæðingu jarðarinnar, gervigreind og sýndarveruleika. Formaður stjórnar Facebook segir mjög mikilvægt að Zuckerberg verði áfram við stjórnvölinn. Velgengni fyrirtækisins megi beinlínis rekja til hæfileika hans sem leiðtoga, stjórnunar og skapandi sýnar. Því stendur til að skapa nýja tegund hlutabréfa í fyrirtækinu. Eigendur þeirra hlutabréfa munu ekki hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og mun það gera Zuckerberg kleift að gefa stærstan hluta sinn í fyrirtækinu til góðgerðarmála, eins og hann hefur sagst ætla að gera, og í senn halda áfram að stjórna Facebook. 1,65 milljarður manna notaði Facebook mánaðarlega á ársfjórðunginum sem er töluverð aukning frá 1,44 milljarði ári áður. Samkvæmt Zuckerberg verja notendur rúmum 50 mínútum á dag á Facebook, Instagram og Messenger.Yfirlit yfir auglýsingatekjur Facebook síðustu misseri þar sem hægt er að sjá hvernig þær skiptast milli heimsálfa.FacebookTekjuaukningu Facebook má að mestu rekja til aukinnar auglýsingasölu fyrirtækisins sem jukust um 56.8 prósent á milli ára. Auglýsingatekjur fyrirtækisins voru 5,2 milljarðar dala, en heildartekjurnar voru 5,38 milljarðar. Um 82 prósent auglýsingatekna Facebook koma vegna sölu auglýsinga í snjalltækjum. Það hlutfall var 73 prósent á sama tímabili í fyrra.Greinendur höfðu búist við því að heildartekjur fyrirtækisins yrðu um 5,26 milljarðar. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir fjárfesta ekki óttast það að Zuckerberg sé að auka völd sín innan fyrirtækisins. Hann hafi gert allt rétt frá því að fyrirtækið kom á markaði. Facebook hafi sýnt fram á samfeldan vöxt og reglulega farið fram úr væntingum. Þá er Facebook ekki enn byrjað að selja auglýsingar í tvö af sínum vinsælustu forritum, sem eru Messenger og WhatsApp. Þar eru enn miklir möguleikar fyrir tekjuöflun.
Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira