Nýliði að nafni Story heldur betur að skrifa söguna í hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 21:30 Trevor Story. Vísir/Getty Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum. Aðrar íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sjá meira
Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sjá meira