Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 74-68 | Njarðvík náði í oddaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2016 20:45 Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik. vísir/anton Njarðvík tryggði sér oddaleik gegn KR eftir ótrúlegan sigur, 74-68, í Ljónagryfjunni í kvöld. Liðin þurfa því að mætast aftur í fimmta leik á föstudagskvöldið í DHL-höllinni. Þetta hófst ekki vel fyrir KR-inga í kvöld en Pavel Ermolinskij tognaði aftan í kálfanum í upphitun og byrjaði á bekknum hjá KR. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu af þvílíkum krafti og það var með ólíkindum að fylgjast með baráttunni í þeim grænu. KR-ingar skoruðu ekki stig fyrstu mínúturnar og komust Njarðvíkingar í 14-0. Það tók KR fimm mínútur að komast á blað í þessum leik og var hrein unun að fylgjast með heimamönnum. Maciej Baginski var magnaður í upphafi leiksins fyrir Njarðvíkinga og fór fyrir heimamönnum. Njarðvíkingar komust í 18-3 þegar KR-ingar vöknuðu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-14 og KR-ingar komnir inn í dæmið. Það tók KR-ingar aðeins þrjár mínútur að jafna leikinn í öðrum leikhluta og réðu Njarðvíkingar ekkert við Michael Craion, leikmann KR, undir körfunni. Helgi Magnússon hrökk síðan heldur betur í gang í öðrum leikhluta og setti hann tvær þriggja stiga körfur á mikilvægum tímapunkti og kom KR í 30-24. KR-ingar voru virkilega sterkir í öðrum leikhluta og skoruðu nokkra virkilega mikilvægar þriggja stiga körfur og leiddu leikinn 42-34 í hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og sýndu aftur þessa vörn sem þeir voru að spila í fyrsta leikhluta. Fljótlega var staðan orðin 48-45 fyrir Njarðvík og þakið ætlaði af Ljónagryfjunni. Haukur Helgi Pálsson var ekki að finna sig í leiknum í kvöld en þá komu þeir Jeremy Atkinson, Maciej Baginski og Logi Gunnarsson heldur betur inn í leikinn með krafti. Staðan eftir þrjá leikhluta var 60-54 fyrir Njarðvík og enn mikil spenna í Ljónagryfjunni. KR-ingar voru ekki lengi að éta upp forskot Njarðvíkinga og var liðið komið yfir 63-62 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Craion mætti aftur í vinnuna og fór að setja niður skot. Þegar staðan var 65-65 náði hvorugt liðið að skora stig í yfir fjórar mínútur. Algjörlega magnaður kafli og var því staðan 65-65 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Logi Gunnarsson setti niður gríðarlega mikilvægan þrist þegar 47 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum í 70-66. Þetta var karfan sem í raun gerði útum leikinn og Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik með mögnuðum 74-68 sigri. Oddaleikurinn fer fram á föstudagskvöldi og auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport. Jeremy Atkinson var frábær í liði Njarðvíkur og gerði 29 stig. Michael Craion var með 28 stig fyrir KR.Njarðvík-KR 74-68 (19-14, 15-28, 26-12, 14-14) Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 29/15 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/8 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.KR: Michael Craion 28/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Helgi Már Magnússon 9/13 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Pavel Ermolinskij 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Finnur Freyr: Í svona leikjum skipta litlu hlutirnir máliFinnur Freyr„Mér fannst bara ekkert ganga með okkur undir lokin og skotin bara hristust upp úr hringnum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að koma okkur í fín færi en þetta bara gekk ekki í kvöld. Logi [Gunnarsson] náði stóru sóknarfrákasti hérna undir lokin sem gerði mikið fyrir þá.“ Finnur segir að það séu litlu hlutirnir sem gildi í svona leikjum og það hafi fallið með Njarðvík í kvöld. „Þetta voru bara tvö góð lið að spila og við náðu forskoti í lok fyrri hálfleiks. Þeir koma síðan sterkir inn í síðari hálfleiknum og það hefði rosalega lítið þurft að gerast til að við hefðum unnið þennan leik í kvöld.“ Finnur segir vera staðráðin í því að taka oddaleikinn á föstudaginn. Atkinson: Það stigu allir upp í kvöld„Það stigu allir upp í kvöld,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur , sem átti frábæran leik í kvöld. „Þegar Haukur er ekki að hitta eins vel og vanalega þá komu menn eins og Logi og Maciej inn í leikinn með þvílíkum krafti. Við spiluðum bara eins og lið í kvöld og það skilaði okkur þessum sigri.“ Atkinson segir að körfubolti sé íþrótta áhlaupa og það hafi svo sannarlega einkennt þetta einvígi. „KR-ingar eru með ótrúlegt lið og alltaf með fjóra frábæra leikmenn inni á vellinum í einu. Það eina sem hægt er að gera er að halda þeim í skefjum eins mikið og hægt er, og reyna stjórna leiknum.“ Hann segir að liðið sé ekki tilbúið að fara í sumarfrí. „Við enduðum í sjöunda sæti í deildinni og það gaf auðvitað alls ekki rétta mynd af styrk liðsins. Við ætlum okkur alla leið í ár.“ "Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik“Logi í leik með Njarðvík„Samheldni og liðskörfubolti skilaði þessum sigri í kvöld,“ segir Logi Gunnarsson, eftir sigurinn á KR. „Sumir eru upp og niður í kvöld. Haukur var óheppinn t.d. með skotin, og þá koma bara aðrir og stíga upp, eins og við höfum verið að gera í einvíginu. Mér finnst það merki um lið sem getur unnið titla og ég held að við séum á leiðinni þangað.“ Logi segir að Njarðvíkingar innilega trúi því að þeir geti orðið Íslandsmeistarar. „Við ætlum að mæta í oddaleikinn og kvitta fyrir það sem gerðist í fyrra,“ segir Logi en KR sló út Njarðvík fyrir einu ári síðan, þá í undanúrslitum og einnig í oddaleik í DHL-höllinni. Logi setti mjög mikilvægan þrist og kom Njarðvík í 70-66 þegar 47 sekúndur voru eftir. „Þegar svona staða kemur upp þá veit maður að tímabilið er undir og ég er búinn að vera í þessu í mörg ár og skjóta mörgum svona skotum. Maður verður að skjóta til þess að eiga séns. Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Njarðvík tryggði sér oddaleik gegn KR eftir ótrúlegan sigur, 74-68, í Ljónagryfjunni í kvöld. Liðin þurfa því að mætast aftur í fimmta leik á föstudagskvöldið í DHL-höllinni. Þetta hófst ekki vel fyrir KR-inga í kvöld en Pavel Ermolinskij tognaði aftan í kálfanum í upphitun og byrjaði á bekknum hjá KR. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu af þvílíkum krafti og það var með ólíkindum að fylgjast með baráttunni í þeim grænu. KR-ingar skoruðu ekki stig fyrstu mínúturnar og komust Njarðvíkingar í 14-0. Það tók KR fimm mínútur að komast á blað í þessum leik og var hrein unun að fylgjast með heimamönnum. Maciej Baginski var magnaður í upphafi leiksins fyrir Njarðvíkinga og fór fyrir heimamönnum. Njarðvíkingar komust í 18-3 þegar KR-ingar vöknuðu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-14 og KR-ingar komnir inn í dæmið. Það tók KR-ingar aðeins þrjár mínútur að jafna leikinn í öðrum leikhluta og réðu Njarðvíkingar ekkert við Michael Craion, leikmann KR, undir körfunni. Helgi Magnússon hrökk síðan heldur betur í gang í öðrum leikhluta og setti hann tvær þriggja stiga körfur á mikilvægum tímapunkti og kom KR í 30-24. KR-ingar voru virkilega sterkir í öðrum leikhluta og skoruðu nokkra virkilega mikilvægar þriggja stiga körfur og leiddu leikinn 42-34 í hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og sýndu aftur þessa vörn sem þeir voru að spila í fyrsta leikhluta. Fljótlega var staðan orðin 48-45 fyrir Njarðvík og þakið ætlaði af Ljónagryfjunni. Haukur Helgi Pálsson var ekki að finna sig í leiknum í kvöld en þá komu þeir Jeremy Atkinson, Maciej Baginski og Logi Gunnarsson heldur betur inn í leikinn með krafti. Staðan eftir þrjá leikhluta var 60-54 fyrir Njarðvík og enn mikil spenna í Ljónagryfjunni. KR-ingar voru ekki lengi að éta upp forskot Njarðvíkinga og var liðið komið yfir 63-62 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Craion mætti aftur í vinnuna og fór að setja niður skot. Þegar staðan var 65-65 náði hvorugt liðið að skora stig í yfir fjórar mínútur. Algjörlega magnaður kafli og var því staðan 65-65 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Logi Gunnarsson setti niður gríðarlega mikilvægan þrist þegar 47 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum í 70-66. Þetta var karfan sem í raun gerði útum leikinn og Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik með mögnuðum 74-68 sigri. Oddaleikurinn fer fram á föstudagskvöldi og auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport. Jeremy Atkinson var frábær í liði Njarðvíkur og gerði 29 stig. Michael Craion var með 28 stig fyrir KR.Njarðvík-KR 74-68 (19-14, 15-28, 26-12, 14-14) Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 29/15 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/8 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.KR: Michael Craion 28/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Helgi Már Magnússon 9/13 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Pavel Ermolinskij 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Finnur Freyr: Í svona leikjum skipta litlu hlutirnir máliFinnur Freyr„Mér fannst bara ekkert ganga með okkur undir lokin og skotin bara hristust upp úr hringnum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að koma okkur í fín færi en þetta bara gekk ekki í kvöld. Logi [Gunnarsson] náði stóru sóknarfrákasti hérna undir lokin sem gerði mikið fyrir þá.“ Finnur segir að það séu litlu hlutirnir sem gildi í svona leikjum og það hafi fallið með Njarðvík í kvöld. „Þetta voru bara tvö góð lið að spila og við náðu forskoti í lok fyrri hálfleiks. Þeir koma síðan sterkir inn í síðari hálfleiknum og það hefði rosalega lítið þurft að gerast til að við hefðum unnið þennan leik í kvöld.“ Finnur segir vera staðráðin í því að taka oddaleikinn á föstudaginn. Atkinson: Það stigu allir upp í kvöld„Það stigu allir upp í kvöld,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur , sem átti frábæran leik í kvöld. „Þegar Haukur er ekki að hitta eins vel og vanalega þá komu menn eins og Logi og Maciej inn í leikinn með þvílíkum krafti. Við spiluðum bara eins og lið í kvöld og það skilaði okkur þessum sigri.“ Atkinson segir að körfubolti sé íþrótta áhlaupa og það hafi svo sannarlega einkennt þetta einvígi. „KR-ingar eru með ótrúlegt lið og alltaf með fjóra frábæra leikmenn inni á vellinum í einu. Það eina sem hægt er að gera er að halda þeim í skefjum eins mikið og hægt er, og reyna stjórna leiknum.“ Hann segir að liðið sé ekki tilbúið að fara í sumarfrí. „Við enduðum í sjöunda sæti í deildinni og það gaf auðvitað alls ekki rétta mynd af styrk liðsins. Við ætlum okkur alla leið í ár.“ "Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik“Logi í leik með Njarðvík„Samheldni og liðskörfubolti skilaði þessum sigri í kvöld,“ segir Logi Gunnarsson, eftir sigurinn á KR. „Sumir eru upp og niður í kvöld. Haukur var óheppinn t.d. með skotin, og þá koma bara aðrir og stíga upp, eins og við höfum verið að gera í einvíginu. Mér finnst það merki um lið sem getur unnið titla og ég held að við séum á leiðinni þangað.“ Logi segir að Njarðvíkingar innilega trúi því að þeir geti orðið Íslandsmeistarar. „Við ætlum að mæta í oddaleikinn og kvitta fyrir það sem gerðist í fyrra,“ segir Logi en KR sló út Njarðvík fyrir einu ári síðan, þá í undanúrslitum og einnig í oddaleik í DHL-höllinni. Logi setti mjög mikilvægan þrist og kom Njarðvík í 70-66 þegar 47 sekúndur voru eftir. „Þegar svona staða kemur upp þá veit maður að tímabilið er undir og ég er búinn að vera í þessu í mörg ár og skjóta mörgum svona skotum. Maður verður að skjóta til þess að eiga séns. Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira