Formúla 1

Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rosberg, til vinstri, vildi skipta reikningnum sem Hamilton fannst kjánalegt.
Rosberg, til vinstri, vildi skipta reikningnum sem Hamilton fannst kjánalegt. vísir/getty
Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna.

Þeir fóru út að borða saman í Shanghai fyrir kínverska kappaksturinn. Lewis Hamilton valdi huggulegan veitingastað fyrir hópinn.

Er kom að því að greiða þá krafðist Nico Rosberg þess að reikningnum yrði skipt.

„Það komu 17 reikningar á borðið sem var frekar kjánalegt,“ sagði heimsmeistarinn Lewis Hamilton en hann er nýbúinn að skrifa undir samning sem færir honum rúmlega 17 milljarða króna í tekjur.

„Einhver sagði skiptum bara reikningnum sem var eiginlega ekki bara kjánalegt heldur galið. Þetta var ekki svo dýrt. Einn eða tveir hefðu alveg getað borgað þetta. En menn vildu skipta þessu,“ sagði Hamilton brosandi og bætti við.

„Það komu 17 reikningar og upp komu 17 kreditkort. Þetta var það hálfvitalegasta sem ég hef séð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×