Erlent

Dróni skall á flugvél British Airways

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Atvikið er litið alvarlegum augum.
Atvikið er litið alvarlegum augum. Vísir/Getty
Dróni skall á flugvél sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvelli í dag. Flugvélin lenti heilu á höldnu en alþjóðasamtök flugfélaga hafa varað við hættunni sem fylgir aukinni almennri notkun á drónum.

132 farþegar auk fimm manna áhöfn var um borð í vél British Airways sem var á leið frá Genf til London. Er hún kom inn til lendingar skall dróni á flugvélinni. Vélin lenti heilu á höldnu og flugstjórinn tilkynnti atvikið eftir að flugvélin var lent.

Sjá einnig: Villta vestur drónanna á enda

Lögregluyfirvöld á Heathrow-flugvelli rannsaka málið en svo virðist sem að flugvélin hafi ekki laskast við atvikið. Hafa flugvirkjar British Airways yfirfarið vélina og gefið leyfi fyrir því að hún verði tekin í notkun á ný.

Alþjóðasamtök flugfélaga gáfu nýverið út viðvörun þess efnis að drónar gætu orðið að alvarlegri ógn við flugvélar víða um heim en almenn notkun á drónum, sem upphaflega voru aðallega nýttir til hernaðar, hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.


Tengdar fréttir

Oliver útskýrir þá ógn sem stafar af drónum

John Oliver segir drónaárásir eitt af því sem helst verði bendlað við stjórnartíð Baracks Obama í framtíðinni enda hafi þær stóraukist á undanförnum árum.

Stefna að aukinni notkun dróna

Ástæður þessa eru sagðar vera aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa.

Villta vestur drónanna á enda

Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×