Innlent

Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Vísir/Anton
Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, var mótfallin ákvörðun hans um að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Íslands, en snerist hugur vegna atburða hér á landi undanfarið. Ólafur sagði frá þessu á blaðamannafundinum í dag þegar hann tilkynnti framboð sitt. Hann hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.

Dorrit var nú lengi vel þeirrar skoðunar að þetta væri komið nóg og það væri kominn tími til þess að við hefðum meiri tíma fyrir okkur sjálf,“ sagði Ólafur. „En hún hefur hins vegar, sérstaklega í kjölfar þeirra atburða sem hér urðu að undanförnu, komist að þeirri niðurstöðu, eins og hún hefur orðað það, að það sé skylda mín að verða við þessum kröfum og þessum óskum um að gefa aftur kost á mér og það væri ábyrgðarleysi að svara þeim kröfum neitandi.

Svo verður það bara að koma í ljós hvort að þjóðin vildi að ég yrði hér áfram eða ekki. Við munum taka þeim úrslitum af æðruleysi hver svo sem að þau kunna að vera.“

Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri

Í áramótaávarpi sínu 2012 sagðist Ólafur ekki ætla að bjóða sig fram aftur til forseta og sagði hann að þau hlakkaði til frjálsari stunda. Síðan snerist honum þó hugur og bauð hann sig fram aftur eins og þekkt er og sigraði í kosningum.

Ólafur Ragnar hefur nú þegar verið 20 ár í embætti, nái hann endurkjöri verður hann 24 ár í embætti forseta Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×