Erlent

Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sextán manns fórust, auk tveggja árásarmanna, í sprengjuárásinni nærri innrutunarborðunum á Zaventem-flugvelli fyrir viku.
Sextán manns fórust, auk tveggja árásarmanna, í sprengjuárásinni nærri innrutunarborðunum á Zaventem-flugvelli fyrir viku. vísir/afp
Forsvarsmenn Zaventem flugvallar í Brussel segja að flugvöllurinn sé tilbúinn undir enduropnun að hluta til, eftir að hafa verið lokaður frá því að sprengjuárásir áttu sér stað þar þann 22. mars síðastliðinn.

Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. Sprengjuárásir á flugvellinum og í neðanjarðarlest í Brussel kostuðu 32 manns lífið fyrir tæpum tveimur vikum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×