Sport

Elsa Guðrín og Sævar Íslandsmeistarar í hefðbundinni göngu

Sævar Birgisson varð í dag Íslandsmeistari í göngu með hefðbundinni aðferð.
Sævar Birgisson varð í dag Íslandsmeistari í göngu með hefðbundinni aðferð. mynd/aðsend
Í dag var keppt í göngu með hefðbundinni aðferð í Bláfjöllum á Skíðamóti Íslands. Samhliða mótinu var Bláfjallagangan sem er hluti af Íslandsgöngunni og voru því um 110 keppendur í dag. Genginn var einn 10 km hringur en í Bláfjallagöngunni voru farnir tveir og því samanlagt 20 km. Aðstæður voru erfiðar en sporið var blaut og því frekar þungt að ganga og lentu sumir keppendur í vandræðum með skíðin í dag.

Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sigruðu og urðu Íslandsmeistarar í göngu með hefðbundinni aðferð. Segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu hjá hvorugu þeirra en þau sýndu bæði mikla yfirburði í dag.

Konur

1. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ

2. Sólveig María Aspelund SFÍ

3. Hómfríður Vala Svavarsdóttir SFÍ

Karlar

1. Sævar Birgisson SÓ

2. Albert Jónsson SFÍ 

3. Vadim Gusev SKA

18-20 ára stúlkur

1. Sólveig María Aspelund SFÍ 

2. Kristrún Guðnadóttir Ullur

18-20 ára piltar

1. Albert Jónsson SFÍ

16-17 ára stúlkur

1. Harpa Sigríður Óskarsdóttir

16-17 ára piltar

1. Sigurður Arnar Hannesson 

2. Dagur Benediktsson 

3. Pétur Tryggvi Pétursson

Á morgun fer fram boðganga og hefst hún kl. 10:30 í Bláfjöllum. Í alpagreinum þurfti að fresta keppni dagsins vegna tæknilegra vandamála framan af en síðar veðri. Á morgun er planið að keppa í svigi og stórsvigi í Skálafelli og hefst stórsvigið kl. 9 í fyrramálið, svigið er svo áætlað eftir að keppni í stórsviginu lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×