Ný ríkisstjórn fram hjá miðstjórnum flokkanna Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 11:07 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna niðurstöðu viðræðna sinna. Þeir munu ekki ræða við Miðstjórnir flokka sinna vísir/vilhelm Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira