Fótbolti

Mögnuð stund í Dortmund | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Stuðningsmenn Dortmund og Liverpool sameinuðust í söng fyrir leik liðanna í Evrópudeild UEFA í gær þegar You'll Never Walk Alone var spilað á Signal Iduna Park í Dortmund.

Lagið er í aðalhlutverki hjá stuðningsmönnum beggja liða og tóku því allir hástöfum undir þegar lagið var spilað skömmu fyrir leikinn í gær.

Þetta var stund sem hreyfði við mörgum sem voru á Signal Iduna Park en völlurinn tekur 81 þúsund manns í sæti.

Það skemmdi svo ekki fyrir að leikurinn markaði endurkomu Jürgen Klopp til Dortmund en hann hætti hjá félaginu í sumar eftir sjö ára farsælt starf sem knattspyrnustjóri. Hann tók svo við Liverpool í október og er hann því í miklum metum stuðingsmanna beggja liða.

Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en liðin mætast aftur á Anfield í næstu viku. Þá má búast við álíka tilfinningaþrunginni stund, líkt og þeirri sem má sjá í þessu myndbandi á heimasíðu Liverpool.


Tengdar fréttir

Jafntefli í heimkomu Klopp

Jürgen Klopp snéri aftur á sinn gamla heimavöll í Dortmund í kvöld og fer heim til Liverpool með jafntefli í farteskinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×