Erlent

SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum

Bjarki Ármannsson skrifar
Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst.
Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Vísir/EPA
Blað var brotið í sögu geimferða í dag þegar SpaceX, einkareknu geimferðafyrirtæki í eigu hins litríka Elon Musk, tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi.

Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Eldflaugin færði Alþjóðageimstöðinni birgðir en tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að taka skref í átt að því að gera ferðalög út í geiminn ódýrari.

Alla jafna virka geimferðir þannig að eldflaugar losa sig við óþarfa hluta jafnóðum sem eru einfaldlega látnir hrapa í hafið. Eins og gefur að skilja, er þetta gríðarlega kostnaðarsamt og hefur Musk líkt þessu við það að fleygja nýrri farþegaþotu eftir eina flugferð.

Samkvæmt áætlun SpaceX munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu.Mynd/SpaceX
SpaceX hefur þannig stefnt að því lengi að draga úr kostnaði með því að endurnýta þessa hluta eldflaugarinnar. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu.

Líkt og fyrr segir, hefur tilraunir til að framkvæma þessa áætlun gengið brösuglega til þessa. Hlutarnir lentu ýmist of harkalega á drónanum, ultu um koll eða hreinlega sprungu í tætlur. Í þetta sinn gekk hinsvegar allt upp.


Tengdar fréttir

Google fjárfestir í SpaceX

Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×