Erlent

Fjórir ákærðir í tengslum við árásirnar í Brussel

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmargir hafa verið handteknir frá árásunum í Brussel í mars, þar sem 32 biðu bana.
Fjölmargir hafa verið handteknir frá árásunum í Brussel í mars, þar sem 32 biðu bana. vísir/epa
Saksóknari í Belgíu ákærði í morgun fjóra fyrir aðild að hryðjuverkastarfsemi sem talin er tengjast árásunum í Brussel í síðasta mánuði. Alls hafa sex verið ákærðir í tengslum við árásirnar.

Mennirnir eru einnig taldir tengjast árásunum í París. Mohamed Abrini var handtekinn í gær en hann var sá eini sem enn var leitað að vegna hryðjuverkanna í París. Talið er líklegt að hann sé sá sem sást á öryggismyndavélum í brottfararsal Zaventem-flugvallarins í Brussel við hlið þeirra tveggja sem sprengdu sig.

Í tilkynningu frá saksóknara segir að mennirnir sex hafi verið ákærðir fyrir hryðjuverk og tengsl þeirra við hryðjuverkahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×