Farfuglarnir streyma til landsins: Lóurnar ættu að ná til landsins fyrir páska Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2016 15:17 Tjaldurinn er kominn til landsins og er einn af vorboðunum. Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“ Lóan er komin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“
Lóan er komin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira