Erlent

„Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Trump og Cruz keppast um að verða forsetaefni Repúblíkana. Eru þó sammála um margt.
Trump og Cruz keppast um að verða forsetaefni Repúblíkana. Eru þó sammála um margt. Visir/Getty
Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum.

Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“.

Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.

Breyta þarf lögum um pyntingar

Donald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt.

Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“.

Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC.

Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Áhrifarík úrslit í kosningum

Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum.

Clinton líkti Trump við Hitler

Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×