Ótrúleg saga skautadrottningar á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2016 22:30 vísir/getty Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina. Aðrar íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira
Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira