Erlent

Gagnrýnir stefnu Cruz og Trump

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hillary Clinton tjáði sig um árásirnar í Brussel í ræðu sem hún hélt í Stanford háskóla í dag.
Hillary Clinton tjáði sig um árásirnar í Brussel í ræðu sem hún hélt í Stanford háskóla í dag. Visir/Getty
Demókratinn Hillary Clinton, og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það mikilvægt eftir hryðjuverkaárásirnar á Brussel að vera ríkjum Evrópu innan handar. Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt í dag í Stanford háskóla í Kaliforníu.

„Evrópskir bandamenn okkar stóðu með okkur eftir 11. september. Nú er komið að okkur að endurgjalda þann greiða“.

Clinton gagnrýndi helsta mótherja sinn, Donald Trump, harðlega fyrir þær hugmyndir hans að Bandaríkin ættu að fjarlægja sig frá stefnu Nato og lögleiða á ný pyntingar við pólitískar yfirheyrslur. Þá sagði hún mikilvægt að leita ráða til bandamanna sinna á meðal arabaþjóða í baráttunni við ISIS.

Hillary sagði einnig að endurskoða þyrfti allar öryggisráðstafanir á flugvöllum og almenningsstöðum sem þykja líklegar staðsetningar til árása.

Þetta er allt önnur viðbrögð við árásunum í Brussel en mótherjar hennar í Repúblíkanaflokknum sýndu. Ted Cruz stakk til dæmis upp á því í gær að auka löggæslu í þeim hverfum Bandaríkjana þar sem múslimar eru í meirihluta. Clinton gagnrýndi þá hugmynd harðlega. Sagði hana siðferðislega ranga og hættulega og að það svipaði til þess að koma fram við bandaríska múslima sem glæpamenn.


Tengdar fréttir

Clinton líkti Trump við Hitler

Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×