Erlent

Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/epa
Sprengingar hafa heyrst í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu á mögulega viðverustaði manna tengjast árásunum í borginni fyrr í vikunni. Ekki er vitað hvort einhverjir særðust eða létust vegna sprenginganna.

Þungvopnuð lögregla réðst til atlögu um hádegisbil í Shaerbeek hverfi borgarinnar. Sprengingar og byssuskot hafa heyrst í kjölfarið. Á miðlinum LaCapitale.be má sjá myndband þar sem einn hefur verið handtekinn en sá aðili er greinilega særður. Götum í hverfinu hefur verið lokað.

Uppfært 15.00 Einn maður særðist og var síðar handtekinn í Sharbeek-hverfinu í Brussel upp úr hádegi í dag. Talið er að sprengingarnar sem heyrðust hafi verið hvellsprengjur sem sérsveitarmenn köstuðu á undan sér inn í íbúð mannsins.

Í belgískum fjölmiðlum kemur fram að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglunni sem síðar hafi skotið hann í fæturna til að stöðva för hans. Frá þessu er sagt á BBC.

Tíu menn hafa verið handteknir í dag og í gær í þremur löndum. Sjö manns í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í París. Í tilkynningu frá frönskum yfirvöldum kemur fram að sá sem handtekinn var þar í landi hafi verið kominn á fremsta hlunn með að láta til skarar skríða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×