Formúla 1

Verstappen: Toro Rosso gæti orðið næst á eftir Ferrari og Mercedes

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Max Verstappen á Toro Rosso bílnum í Ástralíu.
Max Verstappen á Toro Rosso bílnum í Ástralíu. Vísir/Getty
Max Verstappen ökumaður Toro Rosso telur að liðið geti orðið þriðja fljótaðsta lið ársins á eftir Mercedes og Ferrari.

Toro Rosso er einskonar dótturlið Red Bull liðsins. Sem slíkt er því ekki ætlað að stríða stóra liðinu. Hins vegar eru ólíkar vélar liðanna líklegar til að valda spennu þar á milli.

Verstappen ræsti fimmti í Ástralíu, á eftir Mercedes og Ferrari bílunum. Liðsfélagi hans Carlos Sainz ræsti sjöundi. Það gefur til kynna að mati Verstappen að liðið sé það þriðja hraðasta.

„Miðað við hvar við ræstum í Ástralíu eru við að átta okkur á því að við getum verið besta liðið á eftir Mercedes og Ferrari,“ sagði Verstappen í viðtali við Gazzetta World.

„Það er frábært að við erum að koma mörgum á óvart. Bíllinn hefur náð framförum sem að hluta til má rekja til Ferrari vélarinnar,“ bætti Verstappen við.

Sjá einnig:Verstappen: Mér er alveg sama, venjulega er ég langt á undan Sainz

Hinn 18 ára Verstappen vonast til að ná að nýta fyrstu keppnir tímabilsins til að sækja dýrmæt stig og tryggja sér góða stöðu áður en önnur lið taka hugsanlega fram úr eða ná meiri framförum, seinna á tímabilinu.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir feril Max Verstappen í Formúlu 1.


Tengdar fréttir

Tímatakan tekur breytingum

Formúla 1 hófst síðustu helgi í Ástralíu, nýtt fyrirkomlag var á tímatökunni, mikil gagnrýni hefur beinst að nýju tímatökunni og henni verður að hluta breytt fyrir næstu keppni.

Bílskúrinn: Átökin í Ástralíu

Fyrsta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram í Ástralíu um helgina. Keppnin var spennandi frá upphitunarhring og fram á síðasta hring. Farið verður yfir margt af því helsta frá Ástralíu í Bílskúrnum, uppjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×