Erlent

Margir mánuðir þar til Zaventem kemst aftur í fullan rekstur

Atli ísleifsson skrifar
Zaventem-flugvöllur í Brussel verður í fyrsta lagi opnaður að takmörkuðu leyti á morgun en margir mánuðir eru í að hann kemst í fullan rekstur.

Þetta segir flugvallarstjórinn Arnaud Feist í samtali við L’Echo.

Um átta hundruð starfsmenn flugvallarins munu í dag framkvæma prófanir þar sem kannað verður hvort mögulegt verði að starfrækja hluta vallarins og tryggja öryggi.

Sextán manns fórust, auk tveggja árásarmanna, í sprengjuárásinni nærri innrutunarborðunum á Zaventem-flugvelli fyrir viku.

„Ef allir gefa grænt ljós verðum við nálægt því að komast að lausn,“ segir Feist um prófanir dagsins. „Ef það verður þannig og flugfélögin eru reiðubúin og veita samþykki sitt þá gætum við opnað á miðvikudaginn.“

Hann segir þó að flugvöllurinn gæti þá tekið við milli átta hundruð og þúsund farþegum á klukkustund, eða um fimmtungi af því sem áður var.

Hann segir að bíða verði einhverja mánuði þar til völlurinn komist í fullan rekstur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×