Leik lokið: Grikkland - Ísland 2-3 | Loksins íslenskur sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 19:15 Birkir Már Sævarsson í leiknum í Aþenu í kvöld. Vísir/AFP Ísland vann loksins sigur í landsleik á alþjóðlegum leikdegi er okkar menn höfðu betur gegn Grikkjum ytra, 3-2. Grikkir komust í 2-0 forystu í fyrri hálfeik eftir tvö ódýr mörk en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir Ísland áður en flautað var til hálfleiks. Það var hans þriðja landsliðsmark í sex leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var einn fjögurra varamanna sem kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hann lagði upp bæði mörk Íslands í síðari hálfleik. Fyrst fyrir Sverri Inga Ingason og svo Kolbein Sigþórsson en mörkin voru bæði skoruð með skalla. Ísland spilaði á löngum köflum vel í leiknum en eins og áður reyndust einföld mistök liðinu dýr. Emil Hallfreðsson gaf vítaspyrnu um sem Kostas Fortounis skoraði úr á nítjándu mínútu en Grikkjar höfðu varla sótt að neinu ráði í leiknum fram að því. Heimamenn náðu hins vegar betri tökum á leiknum eftir það og á 31. mínútu skoraði Fortounis öðru sinni eftir mistök Sverris Inga, sem náði ekki að hreinsa boltann úr teignum. Strákarnir vöknuðu skyndilega til lífsins. Arnór Ingvi fékk færi til að minnka muninn stuttu eftir síðara mark Grikkja en skaut yfir. Hann bætti fyrir það á 34. mínútu er hann nýtti sér slæman varnarleik heimamanna og minnkaði muninn. Arnór Ingvi var svo óheppinn að skora ekki öðru sinni áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en fast skot hans hafnaði í slánni. Keflvíkingurinn öflugi var einn þeirra sem var tekinn af velli en innkoma Gylfa Þórs átti eftir að breyta miklu. Birkir Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Kolbeinn komu einnig inn á og höfðu einnig góð áhrif á leikinn. Ísland spilaði mun betur en Grikkland í síðari hálfleik og strákarnir voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var góður í kvöld, fengu færi til þess en allt kom fyrir ekki. Það þurfti föst leikatriði og hnitmiðaðar sendingar Gylfa til að búa til mörkin og það fyrra kom úr aukaspyrnu sem Sverrir Ingi afgreiddi í markið með góðum skalla. Það síðara kom eftir hornspyrnu og nú var það Kolbeinn sem skallaði boltanum í netið. Strákarnir voru heilt yfir mun öflugir í kvöld en gegn Dönum á fimmtudag og greinilegt að menn náðu að kvitta fyrir þann leik. Útlitið var dökkt í stöðunni 2-0 en Íslendingar héldu rónni og náðu hægt og rólega góðum tökum á leiknum. Þrátt fyrir að Grikkland hefur oft teflt fram sterkara liði í kvöld og það hafi sett svip sinn á leikinn hversu fáir áhorfendur voru á stórum leikvangi Olympiakos í kvöld verður að hrósa íslenska liðinu fyrir að koma til baka úr erfiðri stöðu og vinna langþráðan sigur. Miðverðirnir Sverrir Ingi og Hjörtur fengu tækifærið í kvöld og komust báðir mjög vel inn í leikinn eftir nokkuð slæma byrjun. Sverrir Ingi gaf mark og Hjörtur var einu sinni gripinn í bólinu þegar Grikkir komust í færi í fyrri hálfleik. Þeir skiluðu þó mjög góðu verki í síðari hálfleik og gaman að sjá Sverri Inga bæta fyrir mistökin með marki. Arnór Ingvi sýndi að þar er kominn góður kostur inn á miðju íslenska liðsins og miðað við frammistöðu hans í æfingaleikjum vetrarins verður að teljast líklegt að hann fari með á EM í sumar. Jóhann Berg átti sem fyrr segir góðan leik og Ari Freyr Skúlason sýndi sömuleiðis mikilvægi sitt í bakvarðastöðunni. Jón Daði og Viðar Kjartansson áttu erfitt uppdráttar framan af en Kolbeinn nýtti sínar mínútur vel og skoraði sigurmarkið - hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. Næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló í lok maí. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Ísland vann loksins sigur í landsleik á alþjóðlegum leikdegi er okkar menn höfðu betur gegn Grikkjum ytra, 3-2. Grikkir komust í 2-0 forystu í fyrri hálfeik eftir tvö ódýr mörk en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir Ísland áður en flautað var til hálfleiks. Það var hans þriðja landsliðsmark í sex leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var einn fjögurra varamanna sem kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hann lagði upp bæði mörk Íslands í síðari hálfleik. Fyrst fyrir Sverri Inga Ingason og svo Kolbein Sigþórsson en mörkin voru bæði skoruð með skalla. Ísland spilaði á löngum köflum vel í leiknum en eins og áður reyndust einföld mistök liðinu dýr. Emil Hallfreðsson gaf vítaspyrnu um sem Kostas Fortounis skoraði úr á nítjándu mínútu en Grikkjar höfðu varla sótt að neinu ráði í leiknum fram að því. Heimamenn náðu hins vegar betri tökum á leiknum eftir það og á 31. mínútu skoraði Fortounis öðru sinni eftir mistök Sverris Inga, sem náði ekki að hreinsa boltann úr teignum. Strákarnir vöknuðu skyndilega til lífsins. Arnór Ingvi fékk færi til að minnka muninn stuttu eftir síðara mark Grikkja en skaut yfir. Hann bætti fyrir það á 34. mínútu er hann nýtti sér slæman varnarleik heimamanna og minnkaði muninn. Arnór Ingvi var svo óheppinn að skora ekki öðru sinni áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en fast skot hans hafnaði í slánni. Keflvíkingurinn öflugi var einn þeirra sem var tekinn af velli en innkoma Gylfa Þórs átti eftir að breyta miklu. Birkir Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Kolbeinn komu einnig inn á og höfðu einnig góð áhrif á leikinn. Ísland spilaði mun betur en Grikkland í síðari hálfleik og strákarnir voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var góður í kvöld, fengu færi til þess en allt kom fyrir ekki. Það þurfti föst leikatriði og hnitmiðaðar sendingar Gylfa til að búa til mörkin og það fyrra kom úr aukaspyrnu sem Sverrir Ingi afgreiddi í markið með góðum skalla. Það síðara kom eftir hornspyrnu og nú var það Kolbeinn sem skallaði boltanum í netið. Strákarnir voru heilt yfir mun öflugir í kvöld en gegn Dönum á fimmtudag og greinilegt að menn náðu að kvitta fyrir þann leik. Útlitið var dökkt í stöðunni 2-0 en Íslendingar héldu rónni og náðu hægt og rólega góðum tökum á leiknum. Þrátt fyrir að Grikkland hefur oft teflt fram sterkara liði í kvöld og það hafi sett svip sinn á leikinn hversu fáir áhorfendur voru á stórum leikvangi Olympiakos í kvöld verður að hrósa íslenska liðinu fyrir að koma til baka úr erfiðri stöðu og vinna langþráðan sigur. Miðverðirnir Sverrir Ingi og Hjörtur fengu tækifærið í kvöld og komust báðir mjög vel inn í leikinn eftir nokkuð slæma byrjun. Sverrir Ingi gaf mark og Hjörtur var einu sinni gripinn í bólinu þegar Grikkir komust í færi í fyrri hálfleik. Þeir skiluðu þó mjög góðu verki í síðari hálfleik og gaman að sjá Sverri Inga bæta fyrir mistökin með marki. Arnór Ingvi sýndi að þar er kominn góður kostur inn á miðju íslenska liðsins og miðað við frammistöðu hans í æfingaleikjum vetrarins verður að teljast líklegt að hann fari með á EM í sumar. Jóhann Berg átti sem fyrr segir góðan leik og Ari Freyr Skúlason sýndi sömuleiðis mikilvægi sitt í bakvarðastöðunni. Jón Daði og Viðar Kjartansson áttu erfitt uppdráttar framan af en Kolbeinn nýtti sínar mínútur vel og skoraði sigurmarkið - hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. Næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló í lok maí.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira