Gefur verðlaunaféð til langveikra barna Telma Tómasson skrifar 11. mars 2016 13:15 Árni Björn Pálsson afreksknapi kom, sá og sigraði í keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi með fagmannlegri og öruggri sýningu á hestinum Oddi frá Breiðholti í Flóa. Sjá má brot frá fimmgangskeppninni í meðfylgjandi myndbandi. Árna Birni hefur gengið afburðavel í Meistaradeildinni í ár, hefur unnið þrjár síðustu keppnisgreinar og er nú búinn að stinga aðra keppendur af í stigasöfnun í mótaröðinni. Hann sagði þó að lokinni keppni í gærkvöldi að sigurinn hefði komið sér á óvart: „Þetta var ótrúlegt...ég átti engan veginn von á þessu.“Árna Birni gengur vel í Meistaradeildinni.Verðlaunafé fellur knapa í skaut sem sigrar í Meistaradeildinni, en Árni Björn hefur gefið allt sem komið hefur í hans hlut til Styrktarsjóðs langveikra barna. Aðspurður um málið sagðist hann aldrei hafa greint frá því áður. „Ég ætlaði nú aldrei að segja frá þessu því ég er ekki að sækjast eftir auglýsingu fyrir sjálfan mig, það er hugurinn á bak við þetta sem skiptir máli.“ Hesturinn sem Árni Björn keppti á er í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Kári var að vonum himinsæll með árangurinn, en hann fylgdist vel með fimmgangskeppninni úr áhorfendastúkunni. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa - 7.26 2. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 7.21 3. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.10 4. Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal- 7.00 5. Sigurður Vignir Matthíasson - Gormur frá Efri-Þverá - 6.64 6. Hinrik Bragason - Hervar frá Hamarsey - 6.62 Frekari niðurstöður er að finna á meistaradeild.is Hestar Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Árni Björn Pálsson afreksknapi kom, sá og sigraði í keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi með fagmannlegri og öruggri sýningu á hestinum Oddi frá Breiðholti í Flóa. Sjá má brot frá fimmgangskeppninni í meðfylgjandi myndbandi. Árna Birni hefur gengið afburðavel í Meistaradeildinni í ár, hefur unnið þrjár síðustu keppnisgreinar og er nú búinn að stinga aðra keppendur af í stigasöfnun í mótaröðinni. Hann sagði þó að lokinni keppni í gærkvöldi að sigurinn hefði komið sér á óvart: „Þetta var ótrúlegt...ég átti engan veginn von á þessu.“Árna Birni gengur vel í Meistaradeildinni.Verðlaunafé fellur knapa í skaut sem sigrar í Meistaradeildinni, en Árni Björn hefur gefið allt sem komið hefur í hans hlut til Styrktarsjóðs langveikra barna. Aðspurður um málið sagðist hann aldrei hafa greint frá því áður. „Ég ætlaði nú aldrei að segja frá þessu því ég er ekki að sækjast eftir auglýsingu fyrir sjálfan mig, það er hugurinn á bak við þetta sem skiptir máli.“ Hesturinn sem Árni Björn keppti á er í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Kári var að vonum himinsæll með árangurinn, en hann fylgdist vel með fimmgangskeppninni úr áhorfendastúkunni. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa - 7.26 2. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 7.21 3. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.10 4. Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal- 7.00 5. Sigurður Vignir Matthíasson - Gormur frá Efri-Þverá - 6.64 6. Hinrik Bragason - Hervar frá Hamarsey - 6.62 Frekari niðurstöður er að finna á meistaradeild.is
Hestar Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira