Erlent

Lögregla í Brussel leitar enn árásarmanna

Atli Ísleifsson skrifar
Um 50 þúsund manns búa í hverfinu Forest.
Um 50 þúsund manns búa í hverfinu Forest. Vísir/AFP
Að minnsta kosti þrír lögeglumenn særðust í áhlaupi lögreglu í Brussel í Belgíu sem beindist gegn mönnum sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkaárásunum í París í nóvember. Mannanna er enn leitað í borginni.

Lögreglumennirnir urðu fyrir skotum um klukkan 13:30 í útverfinu Forest, suður af miðborg Brussel.

Að sögn blaðsins La Dernière Heure er tveggja manna leitað sem eiga að hafa flúið af vettvangi með því að komast upp á þak byggingarinnar þar sem þeir dvöldu.

VRT greinir frá því að um þrjátíu skotum hafi verið hleypt af. Þá hafa heyrst skothvellir annars staðar í hverfinu, að sögn La Dernière Heure. Vopn hafa fundist í kjallara byggingarinnar sem stendur við Rue du Dries.

Í frétt SVT segir að einn lögreglumannanna hafi verið skotinn í höfuðið og eyra og sé alvarlega særður.

Frönsk lögregla tekur einnig þátt í lögregluaðgerðinni og er búið er að loka götum í kringum húsið þar sem áhlaupið var gert.

Um 50 þúsund manns búa í hverfinu Forest.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×