Erlent

Einn árásarmannanna felldur af lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Einn af mönnunum sem skutu á lögreglumenn í Brussel í dag hefur verið felldur í skotbardaga. Tveir til viðbótar ganga lausir í borginni. Fyrr í dag voru fjórir lögregluþjónar særðir þar sem þeir gerðu atlögu að íbúð í Brussel. Aðgerðirnar tengjast árásunum í París í fyrra.

Maðurinn sem var felldur sást í garði nærri íbúðinni og var hann vopnaður. Markmið áhlaupsins var að fanga Salah Abdelsam, 26 ára Frakka, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París. Hann flúði til Belgíu skömmu eftir árásirnar, þar sem bróðir hans sprengdi sig í loft upp.

Samkvæmt frétt Sky News höfðu lögregluþjónar komið sér fyrir við inngang íbúðarinnar og var skotið á þá í gegnum hurð. Árásarmennirnir flúðu svo upp á þak hússins og komust þeir þaðan á brott.



Lögregluaðgerðin á sér stað í úthverfinu Forest, suður af miðborg Brussel.

Uppfært 20:00

Maðurinn sem var felldur af lögreglu er ekki Salah Abdelsam.


Hér má sjá beina útsendingu frá Brussel. Sjá má þungvopnaða lögreglþjóna ganga um götur borgarinnar.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×