Ögmundur skaut Hammarby í undanúrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 20:49 Ögmundur var hetjan í kvöld. mynd/aikfotboll.se Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira