Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2016 18:02 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum Vísir/Valli Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45