Fótbolti

Dregið bæði í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool-menn bíða spenntir eftir því að sjá hver verður andstæðingur liðsins í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Liverpool-menn bíða spenntir eftir því að sjá hver verður andstæðingur liðsins í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vísir/Getty
Það verður nóg um að vera í höfuðstöðvum UEFA í dag en þá verður dregið í átta liða úrslit í bæði Meistaradeildinni og í Evrópudeildinni en sextán liða úrslitum beggja keppna lauk í vikunni.

Dregið verður í Meistaradeildinni klukkan 11 að íslenskum tíma og í Evrópudeildinni klukkan 12.

Átta lið frá fimm löndum eru í pottinum í Meistaradeildinni en sex lönd eiga enn lið í Evrópudeildinni.

Nú geta öll lið mæst og því er möguleiki að því að spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid lendi saman í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Manchester City og Liverpool eru einu ensku liðin sem eru eftir í keppninni en það eru þrjú lið frá Spáni með í báðum í keppnum.

Liðin sem eru í pottinum í Meistaradeildinni eru:

Manchester City frá Englandi

Paris Saint-Germain frá Frakkland

Bayern München frá Þýskalandi

Wolfsburg frá Þýskalandi

Benfica frá Portúgal

Atlético Madrid frá Spáni

Barcelona frá Spáni

Real Madrid frá Spáni

Átta liða úrslitin fara 5. eða 6. apríl annarsvegar og 12. eða 13. apríl hinsvegar.

Liðin sem eru í pottinum í Evrópudeildinni eru:

Sparta Prag frá Tékklandi

Liverpool frá Englandi

Borussia Dortmund  frá Þýskalandi

Braga frá Portúgal

Athletic Bilbao frá Spáni

Sevilla frá Spáni

Villarreal frá Spáni

Shakhtar Donetsk frá Úkraínu

Átta liða úrslitin fara 7. apríl annarsvegar og 14. apríl hinsvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×