Eiður Smári ekki valinn | Hannes Þór með Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2016 13:15 Eiður Smári Guðjohnsen í leik með landsliðinu. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Danmörku og Grikklandi í æfingaleikjum nú síðar í mánuðinum. Eiður Smári er nú á mála hjá Molde í Noregi en tímabilið þar er nýhafið. Hann var í byrjunarliði Molde í leik gegn Tromsö um helgina og spilaði í 66 mínútur. Hannes Þór Halldórsson, sem er nýkominn aftur af stað eftir meiðsli, er kominn aftur í landsliðshópinn en hann fór úr axlarlið á landsliðsæfingu í haust. Hann er nú í láni hjá norska liðinu Bodö/Glimt og hélt hreinu í 2-0 sigri á Sogndal. Hannes er einn fjögurra markvarða í leikmannahópnum sem telur alls 24 leikmenn.Ungir varnarmenn fá tækifærið Fjórir ungir varnarmenn fá tækifærið nú - þeir Haukur Heiðar Hauksson, Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason og Hjörtur Hermannsson. Það er hins vegar ekki pláss fyrir Sölva Geir Ottesen og Hallgrím Jónasson að þessu sinni. Kristinn Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson eru heldur ekki valdir nú. Arnór Ingvi Traustason átti fína leiki með landsliðinu í æfingaleikjunum í janúar og fær tækifærið nú.Aron og Björn Daníel bíða fyrir utan Að öðru leyti er liðið skipað fastamönnum í landsliðinu og menn eins og Aron Sigurðarson og Björn Daníel Sverrisson, sem skoruðu frábær mörk í norsku deildinni um helgina eru ekki valdir. Þetta er sterk vísbending um hvaða 23 leikmenn verða valdir í landsliðshópinn fyrir EM í Frakklandi í sumar en þar verður Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi.Leikirnir: 24. mars Danmörk - Ísland 29. mars Grikkland - ÍslandLandsliðshópurinn:Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Bodö/Glimt Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Krasnodar Kári Árnason, Malmö Ari Freyr Skúlason, OB Haukur Heiðar Hauksson, AIK Hörður Björgvin Magnússon, Cesena Sverrir Ingi Ingason, Lokeren Hjörtur Hermannsson, IFK GautaborgMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Emil Hallfreðsson, Udinese Birkir Bjarnason, Basel Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea Ólafur Ingi Skúlason, Genclerbirligi Theodór Elmar Bjarnason, AGF Arnór Ingvi Traustason, NorrköpingSóknarmenn: Kolbeinn Sigþórsson, Nantes Alfreð Finnbogason, Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Kaiserslautern Viðar Kjartansson, Malmö EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Danmörku og Grikklandi í æfingaleikjum nú síðar í mánuðinum. Eiður Smári er nú á mála hjá Molde í Noregi en tímabilið þar er nýhafið. Hann var í byrjunarliði Molde í leik gegn Tromsö um helgina og spilaði í 66 mínútur. Hannes Þór Halldórsson, sem er nýkominn aftur af stað eftir meiðsli, er kominn aftur í landsliðshópinn en hann fór úr axlarlið á landsliðsæfingu í haust. Hann er nú í láni hjá norska liðinu Bodö/Glimt og hélt hreinu í 2-0 sigri á Sogndal. Hannes er einn fjögurra markvarða í leikmannahópnum sem telur alls 24 leikmenn.Ungir varnarmenn fá tækifærið Fjórir ungir varnarmenn fá tækifærið nú - þeir Haukur Heiðar Hauksson, Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason og Hjörtur Hermannsson. Það er hins vegar ekki pláss fyrir Sölva Geir Ottesen og Hallgrím Jónasson að þessu sinni. Kristinn Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson eru heldur ekki valdir nú. Arnór Ingvi Traustason átti fína leiki með landsliðinu í æfingaleikjunum í janúar og fær tækifærið nú.Aron og Björn Daníel bíða fyrir utan Að öðru leyti er liðið skipað fastamönnum í landsliðinu og menn eins og Aron Sigurðarson og Björn Daníel Sverrisson, sem skoruðu frábær mörk í norsku deildinni um helgina eru ekki valdir. Þetta er sterk vísbending um hvaða 23 leikmenn verða valdir í landsliðshópinn fyrir EM í Frakklandi í sumar en þar verður Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi.Leikirnir: 24. mars Danmörk - Ísland 29. mars Grikkland - ÍslandLandsliðshópurinn:Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Bodö/Glimt Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Krasnodar Kári Árnason, Malmö Ari Freyr Skúlason, OB Haukur Heiðar Hauksson, AIK Hörður Björgvin Magnússon, Cesena Sverrir Ingi Ingason, Lokeren Hjörtur Hermannsson, IFK GautaborgMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Emil Hallfreðsson, Udinese Birkir Bjarnason, Basel Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea Ólafur Ingi Skúlason, Genclerbirligi Theodór Elmar Bjarnason, AGF Arnór Ingvi Traustason, NorrköpingSóknarmenn: Kolbeinn Sigþórsson, Nantes Alfreð Finnbogason, Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Kaiserslautern Viðar Kjartansson, Malmö
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira