Fótbolti

Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Daníel
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að Eiður Smári Guðjohnsen hefði ekki verið valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina síðar í mánuðinum vegna þess að hann var valinn í liðið í janúar.

Ísland spilaði þrjá æfingaleiki í janúar sem fóru ekki fram á alþjóðlegum leikdögum en Eiður Smári gat tekið þátt í öllum þeim.

„Eiður Smári og Rúnar Már Sigurjónsson komust í bæði verkefnin í janúar og því töldum við betra að fylgjast með öðrum leikmönnum í þessu verkefni.“

„Það koma margir til greina [fyrir utan þá 24 leikmenn sem voru valdir nú]. Þeir eru 10-15 til viðbótar.“

„En ef það er hægt að draga einhverja ályktun þá er það sú að þessir 24 leikmenn koma sterklega til greina að fara til Frakklands.“

Nokkir ungir varnarmenn fá tækifærið nú.

„Við erum nokkuð ríkir í þessari stöðu. Sölvi Geir, Hallgrímur, Jón Guðni og Hólmar - allir koma til greina. Það eru leikmenn sem við þekkjum en hinir fá tækifæri nú.“



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×