Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2016 10:36 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International, undirverktaka Icewear. Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sem fer fyrir rannsókn málsins, segir við Vísi að það fólkið hafi verið látið gefa skýrslu fyrir dómi til að einfalda hlutina. „Það er ekki oft sem þetta er gert en þá er viðkomandi búinn að staðfesta frásögn sína fyrir dómi.“ Aðspurður hvort óttast hafi verið að fólk gæti breytt framburði sínum fyrir dómi vegna utanaðkomandi pressu vill Þorgrímur ekki tjá sig um það. Hins vegar snúi vandamálið líka að því að túlka þurfi að kalla til en bæði maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, og konurnar þrjár sem taldar eru fórnarlömb í málinu, eru frá Srí Lanka.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurLíklegt að farið verði fram á lengra gæsluvarðhald Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri. Svo virðist sem málið sé í algjörum forgangi hjá lögrelgunni á Suðurlandi. „Það er stöðug vinna í þessu og ekkert tekið frá því. Við erum með þessa tímapressu,“ segir Þogrímur og vísar til þess að gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag. „Við getum ekki leyft okkur annað en að vinna stöðugt í málinu.“Sjá einnig:Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni ekki inn Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim. Rannsóknaráætlanir eru yfirfarnar á hverjum degi. Ekkert liggur fyrir um lok rannsóknarinnar. Þorgrímur segir allt eins líklegt að farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum sem nú dvelur á Litla-Hrauni. Það verði að koma í ljós á fimmtudaginn hvort af því verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn Icewear hafi verið yfirheyrðir vildi Þorgrímur Óli ekki tjá sig um það. Hann sagði að enn ætti eftir að yfirheyra nokkra aðila vegna málsins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International, undirverktaka Icewear. Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sem fer fyrir rannsókn málsins, segir við Vísi að það fólkið hafi verið látið gefa skýrslu fyrir dómi til að einfalda hlutina. „Það er ekki oft sem þetta er gert en þá er viðkomandi búinn að staðfesta frásögn sína fyrir dómi.“ Aðspurður hvort óttast hafi verið að fólk gæti breytt framburði sínum fyrir dómi vegna utanaðkomandi pressu vill Þorgrímur ekki tjá sig um það. Hins vegar snúi vandamálið líka að því að túlka þurfi að kalla til en bæði maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, og konurnar þrjár sem taldar eru fórnarlömb í málinu, eru frá Srí Lanka.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurLíklegt að farið verði fram á lengra gæsluvarðhald Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri. Svo virðist sem málið sé í algjörum forgangi hjá lögrelgunni á Suðurlandi. „Það er stöðug vinna í þessu og ekkert tekið frá því. Við erum með þessa tímapressu,“ segir Þogrímur og vísar til þess að gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag. „Við getum ekki leyft okkur annað en að vinna stöðugt í málinu.“Sjá einnig:Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni ekki inn Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim. Rannsóknaráætlanir eru yfirfarnar á hverjum degi. Ekkert liggur fyrir um lok rannsóknarinnar. Þorgrímur segir allt eins líklegt að farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum sem nú dvelur á Litla-Hrauni. Það verði að koma í ljós á fimmtudaginn hvort af því verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn Icewear hafi verið yfirheyrðir vildi Þorgrímur Óli ekki tjá sig um það. Hann sagði að enn ætti eftir að yfirheyra nokkra aðila vegna málsins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00
Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12
Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15